Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 02. september 2022 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Kominn í vængbakvörðinn
Þröstur Mikael Jónasson (Dalvík/Reynir)
Skorað átta mörk í sumar.
Skorað átta mörk í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þröstur Mikael Jónasson úr Dalvík/Reyni er Jako Sport leikmaður 19. umferðar í 3. deild karla að mati Ástríðunnar. Hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri D/R gegn Víði.

„Ég held hann sé farinn að spila mest í vængbakverði núna. Þeir eru að spila sína þriggja manna vörn. Var mikið í hægri hafsent en er kominn í vængbakvörðinn. Hann er búinn að vera töluvert drjúgur fyrir þá á tímabilinu, skorað átta mörk í deildinni," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni.

„Það kom mér ekki á óvart þegar hann fór upp í Lengjudeildina og í Grindavík en hann fékk ekkert rosalega mikið af tækifærum þar. Væri alveg gaman að sjá hann prófa sig aftur einhvers staðar. Byrjum á 2. deildinni á næsta ári," sagði Sverrir.

Dalvík/Reynir stefnir upp í 2. deild og er í góðri stöðu þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Þröstur er 22 ára og hefur verið á Dalvík allan sinn feril fyrir utan fyrri hluta tímabilsins 2021 þegar hann var í Grindavík.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum

20. umferð:
föstudagur 2. september
19:30 Kári-Vængir Júpiters (Akraneshöllin)

laugardagur 3. september
14:00 KFS-Augnablik (Týsvöllur)
14:00 Sindri-KH (Sindravellir)
14:00 Víðir-ÍH (Nesfisk-völlurinn)
14:00 Kormákur/Hvöt-KFG (Blönduósvöllur)
14:00 Dalvík/Reynir-Elliði (Dalvíkurvöllur)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
2. umferð - Ante Marcic (Kormákur/Hvöt)
3. umferð - Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
4. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
5. umferð - Robertas Freidgeimas (Sindri)
6. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
7. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
8. umferð - Ingvi Rafn Ingvarsson (Kormákur/Hvöt)
9. umferð - Nökkvi Egilsson (Augnablik)
10. umferð - Hermann Þór Ragnarsson (Sindri)
11. umferð - Ásgeir Elíasson (KFS)
12. umferð - Jóhann Örn Sigurjónsson (Dalvík/Reynir)
13. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
14. umferð - Eysteinn Þorri Björgvinsson (Augnablik)
15. umferð - Kári Pétursson (KFG)
16. umferð - Þórhallur Ísak Guðmundsson (ÍH)
17. umferð - Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
18. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
Ástríðan - 19. umferð - Hart barist á báðum endum í 3.deild, fáum við fallbaráttu í 2.deild?
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner