Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   mið 03. ágúst 2022 19:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur um Özil: Því miður fær maður ekki stimpla hann á morgun
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum spenntir að máta okkur við svona gífurlega sterkan andstæðing. Þetta er pottþétt sterkasta lið sem þessi hópur hefur mætt. Það er bara gaman," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, þegar fréttamaður Fótbolta.net ræddi við hann fyrir leik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í forkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun.

Blikar fá þetta sterka tyrkneska lið í heimsókn á Kópavogsvöll annað kvöld. Það er fyrri leikur liðanna.

„Við erum fullir sjálfstrausts þessa dagana. Við ætlum að spila okkar leik hérna á morgun á okkar heimavelli. Við vitum að við þurfum að eiga 100 prósent frammistöðu og það er lítið svigrúm fyrir mistök."

Stærsta stjarnan í liði Basaksehir er heimsmeistarinn Mesut Özil. Özil, sem er fyrrum leikmaður Arsenal og Real Madrid, gekk nýverið í raðir Basaksehir.

Hann er hins vegar ekki í nægilega góðu líkamlegu standi núna og segir Emre Belözoglu, þjálfari Basaksehir, að Özil verði ekki klár í slaginn fyrr en eftir um mánuð. Það er vonast til þess að hann geti spilað gegn Alanyaspor þann 3. september.

„Manni hefði langað að vera í návígi við hann. Þetta er stór prófíll á heimsmælikvarða og ef hann hefði verið að spila á Kópavogsvelli þá hefði það verið stórt fyrir okkur Íslendinga. Því miður fær maður ekki stimpla hann á morgun," sagði Höskuldur.

Hann segir að Basaksehir sé með frábært lið en Blikar ætli sér að reyna að stilla upp í alvöru útileik með góðum úrslitum á morgun. Leikurinn á Kópavogsvelli á morgun hefst klukkan 18:45. Það er allt hægt í þessu.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Blikar séu ekki að mæta lötum lúxusleikmönnum
Athugasemdir
banner