Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 03. ágúst 2022 19:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur um Özil: Því miður fær maður ekki stimpla hann á morgun
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum spenntir að máta okkur við svona gífurlega sterkan andstæðing. Þetta er pottþétt sterkasta lið sem þessi hópur hefur mætt. Það er bara gaman," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, þegar fréttamaður Fótbolta.net ræddi við hann fyrir leik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í forkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun.

Blikar fá þetta sterka tyrkneska lið í heimsókn á Kópavogsvöll annað kvöld. Það er fyrri leikur liðanna.

„Við erum fullir sjálfstrausts þessa dagana. Við ætlum að spila okkar leik hérna á morgun á okkar heimavelli. Við vitum að við þurfum að eiga 100 prósent frammistöðu og það er lítið svigrúm fyrir mistök."

Stærsta stjarnan í liði Basaksehir er heimsmeistarinn Mesut Özil. Özil, sem er fyrrum leikmaður Arsenal og Real Madrid, gekk nýverið í raðir Basaksehir.

Hann er hins vegar ekki í nægilega góðu líkamlegu standi núna og segir Emre Belözoglu, þjálfari Basaksehir, að Özil verði ekki klár í slaginn fyrr en eftir um mánuð. Það er vonast til þess að hann geti spilað gegn Alanyaspor þann 3. september.

„Manni hefði langað að vera í návígi við hann. Þetta er stór prófíll á heimsmælikvarða og ef hann hefði verið að spila á Kópavogsvelli þá hefði það verið stórt fyrir okkur Íslendinga. Því miður fær maður ekki stimpla hann á morgun," sagði Höskuldur.

Hann segir að Basaksehir sé með frábært lið en Blikar ætli sér að reyna að stilla upp í alvöru útileik með góðum úrslitum á morgun. Leikurinn á Kópavogsvelli á morgun hefst klukkan 18:45. Það er allt hægt í þessu.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Blikar séu ekki að mæta lötum lúxusleikmönnum
Athugasemdir
banner
banner