Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 03. september 2023 17:08
Sölvi Haraldsson
Óskar Hrafn um stigasöfnunina: Víkingar skekkja myndina með því að vera varla búnir að tapa stigi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég met þetta bara sem sanngjarnan sigur hjá FH. Við vorum á eftir þeim í 90. mínútur. Þeir voru miklu betri en við í dag og við fengum allt sem við áttum skilið úr þessum leik sem var ekki neitt.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 tap gegn FH á heimavelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FH

FH-ingarnir fengu fullt af færum í upphafi seinni hálfleiks. Óskar fór yfir þessa byrjun á seinni hálfleiknum.

„Þeir voru náttúrulega með meðvind og við vorum opnir. Við vorum ekki skipulagðir og ekki nægilega grimmir fram á við. Við vorum bara eftir á. Færin og skotin þeirra verða samt miklu hættulegri með vindinn í bakinu. Seinni hálfleikurinn var samt miklu skárri hjá okkur sóknarlega en varnarlega vorum við alltaf skrefi á eftir. Við vorum eftir.“

Óskar var þá spurður hvort að bitlausir væri rétta orðið til þess að útskýra þessa frammistöðu.

„Já og ekki kveikt á okkur. Bæði varnarlega og sóknarlega. Við mættum ekki vel stemmdir til leiks. Það þýðir ekkert í þessari deild.“

Klæmint Olsen var ekki í hóp í dag. Hann var á dögunum valinn í Færeyska landsliðshópinn en Óskar var spurður út í fjarveru Færeyingsins.

Hann er búinn að spila mikið og tankurinn er að tæmast. Hann fær ekki þann lúxus sem aðrir leikmenn fá að fá smá hvíld í landsleikjahléinu. Hann er að fara að spila með færeyjun og ég ákvað að hvíla hann í dag. Við verðum að geta lifað af án Klæmint og að Anton sé á bekknum og að Damir og Viktor séu ekki alltaf hafsenta parið. Við verðum að geta lifað af, ef ekki þá erum við ekki með nógu stóran hóp til þess að standa í þessum leikjum. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu.

Óskar talaði einnig um spennufallið eftir fimmtudaginn.

„Fimmtudagurinn var bara eins og fimmtudagurinn var. Það er eðlilegt að það geti komið eitthvað spennufall. Spennufallið getur farið í tvær áttir. Það getur farið þannig að það lyfti þér upp eða þannig að það gerir þig aðeins værukæran og rólegan. Því miður gerðist það við okkur og við áttum ekkert skilið úr þessum leik.“

Núna eru 22 leikir búnir og umspilið fer að fara að hefjast eftir landsleikjahléð en Óskar var spurður út í hvernig hann metur þessa 22 leiki.

Ég met þá þannig að auðvitað hefur stigasöfnuninn okkar verið undir væntingum. Við höfum samt núna undanfarið verið að keyra tvo vegi. Bæði evrópuveginn og deildarveginn. Við höfum ekki náð stöðugleika í báðum keppnum. Ég átta mig ekki á því hverjum það er að kenna en það er búið að vera mikið álag. Stigasöfnuninn hefur ekki verið eins góð og maður hefði viljað. En við búum líka við það að Víkingar skekkja myndina með því að vera varla búnir að tapa stigi. En við þurfum að herða okkur í úrslitarkeppninni og sækja stig.

Núna byrjar umspilið á næstu dögum og Óskar er bjartsýnn fyrir framhaldið.

Ég held að þetta verði skemmtilegt. 5 hörkuleikir og þetta verður bara gaman.“ sagði Óskar Hrafn að lokum eftir 2-0 tap gegn FH. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner