Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mán 04. júlí 2022 21:59
Haraldur Örn Haraldsson
Venni Ólafs: Manni fannst ekkert jöfnunarmark vera á leiðinni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari FH kom í viðtal eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna í kvöld þar sem Eiður Smári aðalþjálfari liðsins gaf ekki kost á sér. Stjarnan jafnaði leikinn á lokamínútum leiksins og það var mikil dramatík þar sem bæði lið hefðu geta tekið öll 3 stigin.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

„Þegar maður er að vinna þegar það eru 5 eða 10 mínútur eftir þá auðvitað gengur maður svekktur af velli með aðeins 1 stig."

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað á löngum köflum en það lifnaði þó við þessu í lokin.

„Fyrri hálfleikurinn var bara jafn og ekkert sérstaklega skemmtilegur. Ekkert sérstaklega vel spilað hvorki af okkar hálfu né þeirra en menn voru svona að þreifa á hvor öðrum og ná tökum á þessu. Við stigum aðeins upp í seinni hálfleik, ekki bara það að við náðum að skora þetta mark heldur vorum við miklu aggresívari og stígum ofar á þá í pressu og náum að halda þeim alveg í lás í svona 30-40 mínútur. Þannig manni fannst nú ekkert jöfnunarmark vera á leiðinni lengi vel en svo kom bara loka árás Stjörnunnar og því miður tókst þeim að jafna þá en okkur tókst ekki að refsa þegar þeir tóku sénsa."

Óskar Örn Hauksson leikmaður Stjörnunnar hefur verið orðaður við FH nýlega en Sigurvin segir að það sé lítið til í því.

„Nei það er allavega ekki á teikniborðinu hjá okkur akkúrat núna þannig ég reikna ekkert endilega með því. Maður er bara að spá í hvað gæti gerst hér og þar en þetta er ekki eitthvað sem við erum að vinna í."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Sigurvin nánar um frammistöðu liðsins og leikmannamarkaðinn.


Athugasemdir
banner
banner