Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   fim 04. ágúst 2022 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
María komin heim: Akureyri er langbesti staður í heimi
Kvenaboltinn
María Catharina Ólafsd. Gros.
María Catharina Ólafsd. Gros.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
María Catharina Ólafsd. Gros er mætt aftur heim til Íslands eftir dvöl hjá stórliðinu Celtic í Skotlandi.

María lék allan tímann með Þór/KA þegar liðið tapaði 3-0 fyrir toppliði Vals í Bestu deild kvenna í kvöld. Fréttamaður Fótbolta.net ræddi við hana eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

„Mér fannst við geta gert betur. Við byrjuðum leikinn ekki vel og þær refsa okkur fyrir það," sagði María eftir leik.

„Við ætluðum að vinna, við stefnum alltaf á að sigra og mér finnst við vera með nógu gott lið til að vinna öll önnur lið."

Hvernig er að vera komin aftur heim á Akureyri? „Það er mjög 'nice'. Akureyri er langbesti staður í heimi. Ég lærði mjög mikið fótboltalega séð og utan fótboltans. Ég er mjög þakklát fyrir tímann (með Celtic) en ég er líka mjög glöð að vera komin aftur heim."

Hún segir að það hafi verið önnur félög inn í myndinni en það hafi verið númer eitt að koma heim í Þór/KA og gera vel með þeim. Celtic er stærsta félagið í Skotlandi ásamt Rangers. Hún segist hafa tekið eftir því hversu stórt félagið er á meðan hún spilaði þarna.

„Maður fann alveg fyrir því. Ef maður var út í búð í Celtic búningnum þá horfði fólk alveg á mann og spurði spurninga," segir María.

Þór/KA er nálægt fallsvæðinu. Hvernig líst henni á framhaldið? „Ég hef fulla trú á því að við munum ekki falla. Við erum með mjög góðan hóp og efnilegan. Ég hef fulla trú á því að við getum náð góðu sæti í deildinni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner