Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 04. ágúst 2022 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
María komin heim: Akureyri er langbesti staður í heimi
Kvenaboltinn
María Catharina Ólafsd. Gros.
María Catharina Ólafsd. Gros.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
María Catharina Ólafsd. Gros er mætt aftur heim til Íslands eftir dvöl hjá stórliðinu Celtic í Skotlandi.

María lék allan tímann með Þór/KA þegar liðið tapaði 3-0 fyrir toppliði Vals í Bestu deild kvenna í kvöld. Fréttamaður Fótbolta.net ræddi við hana eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

„Mér fannst við geta gert betur. Við byrjuðum leikinn ekki vel og þær refsa okkur fyrir það," sagði María eftir leik.

„Við ætluðum að vinna, við stefnum alltaf á að sigra og mér finnst við vera með nógu gott lið til að vinna öll önnur lið."

Hvernig er að vera komin aftur heim á Akureyri? „Það er mjög 'nice'. Akureyri er langbesti staður í heimi. Ég lærði mjög mikið fótboltalega séð og utan fótboltans. Ég er mjög þakklát fyrir tímann (með Celtic) en ég er líka mjög glöð að vera komin aftur heim."

Hún segir að það hafi verið önnur félög inn í myndinni en það hafi verið númer eitt að koma heim í Þór/KA og gera vel með þeim. Celtic er stærsta félagið í Skotlandi ásamt Rangers. Hún segist hafa tekið eftir því hversu stórt félagið er á meðan hún spilaði þarna.

„Maður fann alveg fyrir því. Ef maður var út í búð í Celtic búningnum þá horfði fólk alveg á mann og spurði spurninga," segir María.

Þór/KA er nálægt fallsvæðinu. Hvernig líst henni á framhaldið? „Ég hef fulla trú á því að við munum ekki falla. Við erum með mjög góðan hóp og efnilegan. Ég hef fulla trú á því að við getum náð góðu sæti í deildinni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner