Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 04. september 2019 11:57
Arnar Daði Arnarsson
Albert Guðmunds um nýju hárgreiðsluna: Þetta er endurskinsmerki
Icelandair
Glókollur.
Glókollur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi og íslenska landsliðsins nýtti sér ferð sína til landsins og kíkti í klippingu til Benedikts Októ Bjarnasonar, fyrrum leikmanns Fram og ÍBV.

Þar aflitaði Albert á sér hár og það fór ekki framhjá neinum þegar Albert mætti til æfinga landsliðsins í morgun að hann væri nýkominn úr klippingu.

„Þetta er endurskinsmerki. Það er fínt að menn fái sting í augun. Ég gerði þetta í gær hjá mínum manni Benna Októ, "shout out" á hann. Þetta er ákvörun sem ég tók," sagði Albert.

Albert hóf tímabilið í Hollandi í leikbanni og hefur því lítið fengið að spila í fyrstu fjórum leikjum liðsins í hollensku úrvalsdeildinni. Hann segist þó ekki vera að stressa sig á hlutunum og er bjartsýnn að mínúturnar verði fleiri með hverjum leikjunum.

„Við erum búnir með fjóra leiki og auðvitað væri ég til í að hafa spilað þá alla. Ég var svolítið óheppinn að byrja tímabilið í banni og þeir unnu þann leik 4-0. Ég þarf að koma mér aftur inn í liðið sem ég hef svosem engar áhyggjur af," sagði Albert sem segist ekki vera með neina eftirsjá að hafa skipt yfir til AZ frá PSV.

„Ég ætla að koma mér aftur inn í liðið og ég er ekkert að stressa mig yfir því."

Hann segir það ánægjulegt að vera í landsliðshópnum en segist ekki taka því sem gefnum hlut.

„Ég þarf alltaf að sýna mig þegar ég kem hingað svo þeir velji mig aftur og aftur. Það er alltaf heiður að vera valinn," sagði Albert.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner