Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 04. september 2019 11:57
Arnar Daði Arnarsson
Albert Guðmunds um nýju hárgreiðsluna: Þetta er endurskinsmerki
Icelandair
Glókollur.
Glókollur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi og íslenska landsliðsins nýtti sér ferð sína til landsins og kíkti í klippingu til Benedikts Októ Bjarnasonar, fyrrum leikmanns Fram og ÍBV.

Þar aflitaði Albert á sér hár og það fór ekki framhjá neinum þegar Albert mætti til æfinga landsliðsins í morgun að hann væri nýkominn úr klippingu.

„Þetta er endurskinsmerki. Það er fínt að menn fái sting í augun. Ég gerði þetta í gær hjá mínum manni Benna Októ, "shout out" á hann. Þetta er ákvörun sem ég tók," sagði Albert.

Albert hóf tímabilið í Hollandi í leikbanni og hefur því lítið fengið að spila í fyrstu fjórum leikjum liðsins í hollensku úrvalsdeildinni. Hann segist þó ekki vera að stressa sig á hlutunum og er bjartsýnn að mínúturnar verði fleiri með hverjum leikjunum.

„Við erum búnir með fjóra leiki og auðvitað væri ég til í að hafa spilað þá alla. Ég var svolítið óheppinn að byrja tímabilið í banni og þeir unnu þann leik 4-0. Ég þarf að koma mér aftur inn í liðið sem ég hef svosem engar áhyggjur af," sagði Albert sem segist ekki vera með neina eftirsjá að hafa skipt yfir til AZ frá PSV.

„Ég ætla að koma mér aftur inn í liðið og ég er ekkert að stressa mig yfir því."

Hann segir það ánægjulegt að vera í landsliðshópnum en segist ekki taka því sem gefnum hlut.

„Ég þarf alltaf að sýna mig þegar ég kem hingað svo þeir velji mig aftur og aftur. Það er alltaf heiður að vera valinn," sagði Albert.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner