Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 04. september 2019 11:57
Arnar Daði Arnarsson
Albert Guðmunds um nýju hárgreiðsluna: Þetta er endurskinsmerki
Icelandair
Glókollur.
Glókollur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi og íslenska landsliðsins nýtti sér ferð sína til landsins og kíkti í klippingu til Benedikts Októ Bjarnasonar, fyrrum leikmanns Fram og ÍBV.

Þar aflitaði Albert á sér hár og það fór ekki framhjá neinum þegar Albert mætti til æfinga landsliðsins í morgun að hann væri nýkominn úr klippingu.

„Þetta er endurskinsmerki. Það er fínt að menn fái sting í augun. Ég gerði þetta í gær hjá mínum manni Benna Októ, "shout out" á hann. Þetta er ákvörun sem ég tók," sagði Albert.

Albert hóf tímabilið í Hollandi í leikbanni og hefur því lítið fengið að spila í fyrstu fjórum leikjum liðsins í hollensku úrvalsdeildinni. Hann segist þó ekki vera að stressa sig á hlutunum og er bjartsýnn að mínúturnar verði fleiri með hverjum leikjunum.

„Við erum búnir með fjóra leiki og auðvitað væri ég til í að hafa spilað þá alla. Ég var svolítið óheppinn að byrja tímabilið í banni og þeir unnu þann leik 4-0. Ég þarf að koma mér aftur inn í liðið sem ég hef svosem engar áhyggjur af," sagði Albert sem segist ekki vera með neina eftirsjá að hafa skipt yfir til AZ frá PSV.

„Ég ætla að koma mér aftur inn í liðið og ég er ekkert að stressa mig yfir því."

Hann segir það ánægjulegt að vera í landsliðshópnum en segist ekki taka því sem gefnum hlut.

„Ég þarf alltaf að sýna mig þegar ég kem hingað svo þeir velji mig aftur og aftur. Það er alltaf heiður að vera valinn," sagði Albert.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner