Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 04. september 2019 11:57
Arnar Daði Arnarsson
Albert Guðmunds um nýju hárgreiðsluna: Þetta er endurskinsmerki
Icelandair
Glókollur.
Glókollur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi og íslenska landsliðsins nýtti sér ferð sína til landsins og kíkti í klippingu til Benedikts Októ Bjarnasonar, fyrrum leikmanns Fram og ÍBV.

Þar aflitaði Albert á sér hár og það fór ekki framhjá neinum þegar Albert mætti til æfinga landsliðsins í morgun að hann væri nýkominn úr klippingu.

„Þetta er endurskinsmerki. Það er fínt að menn fái sting í augun. Ég gerði þetta í gær hjá mínum manni Benna Októ, "shout out" á hann. Þetta er ákvörun sem ég tók," sagði Albert.

Albert hóf tímabilið í Hollandi í leikbanni og hefur því lítið fengið að spila í fyrstu fjórum leikjum liðsins í hollensku úrvalsdeildinni. Hann segist þó ekki vera að stressa sig á hlutunum og er bjartsýnn að mínúturnar verði fleiri með hverjum leikjunum.

„Við erum búnir með fjóra leiki og auðvitað væri ég til í að hafa spilað þá alla. Ég var svolítið óheppinn að byrja tímabilið í banni og þeir unnu þann leik 4-0. Ég þarf að koma mér aftur inn í liðið sem ég hef svosem engar áhyggjur af," sagði Albert sem segist ekki vera með neina eftirsjá að hafa skipt yfir til AZ frá PSV.

„Ég ætla að koma mér aftur inn í liðið og ég er ekkert að stressa mig yfir því."

Hann segir það ánægjulegt að vera í landsliðshópnum en segist ekki taka því sem gefnum hlut.

„Ég þarf alltaf að sýna mig þegar ég kem hingað svo þeir velji mig aftur og aftur. Það er alltaf heiður að vera valinn," sagði Albert.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir