Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 04. september 2019 11:57
Arnar Daði Arnarsson
Albert Guðmunds um nýju hárgreiðsluna: Þetta er endurskinsmerki
Icelandair
Glókollur.
Glókollur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi og íslenska landsliðsins nýtti sér ferð sína til landsins og kíkti í klippingu til Benedikts Októ Bjarnasonar, fyrrum leikmanns Fram og ÍBV.

Þar aflitaði Albert á sér hár og það fór ekki framhjá neinum þegar Albert mætti til æfinga landsliðsins í morgun að hann væri nýkominn úr klippingu.

„Þetta er endurskinsmerki. Það er fínt að menn fái sting í augun. Ég gerði þetta í gær hjá mínum manni Benna Októ, "shout out" á hann. Þetta er ákvörun sem ég tók," sagði Albert.

Albert hóf tímabilið í Hollandi í leikbanni og hefur því lítið fengið að spila í fyrstu fjórum leikjum liðsins í hollensku úrvalsdeildinni. Hann segist þó ekki vera að stressa sig á hlutunum og er bjartsýnn að mínúturnar verði fleiri með hverjum leikjunum.

„Við erum búnir með fjóra leiki og auðvitað væri ég til í að hafa spilað þá alla. Ég var svolítið óheppinn að byrja tímabilið í banni og þeir unnu þann leik 4-0. Ég þarf að koma mér aftur inn í liðið sem ég hef svosem engar áhyggjur af," sagði Albert sem segist ekki vera með neina eftirsjá að hafa skipt yfir til AZ frá PSV.

„Ég ætla að koma mér aftur inn í liðið og ég er ekkert að stressa mig yfir því."

Hann segir það ánægjulegt að vera í landsliðshópnum en segist ekki taka því sem gefnum hlut.

„Ég þarf alltaf að sýna mig þegar ég kem hingað svo þeir velji mig aftur og aftur. Það er alltaf heiður að vera valinn," sagði Albert.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner