Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mið 04. september 2024 22:40
Sölvi Haraldsson
Nik um Sporting: Verður erfiðasti leikur tímabilsins
Kvenaboltinn
Nik var ánægður með margt í dag.
Nik var ánægður með margt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 „Við kláruðum verkefnið. Ég var mjög ánægður með margt í dag. Við skoruðum nokkur glæsileg mörk og spiluðum vel. Við kláruðum bara verkefnið, þetta hefði alveg getað verið bananahýði þar sem þær eru með góða leikmenn. En við kláruðum verkefnið og einbeitum okkur að Sporting núna.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 6-1 sigur á FC Minsk í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 FC Minsk

Seinni hálfleikur Brieiðabliks fór meira í að stýra leiknum eftir að hafa verið 4-1 yfir í hálfleik.

 „Við vildum bara stýra leiknum betur og færa boltann betur. Seinustu 20 mínúturnar fór svo bara í hvíla leikmenn og róa leikinn niður þar sem við eigum mikilvægan leik á laugardaginn. Núna þurfum við bara að einbeita okkur að þessu erfiða verkefni á laugardaginn.

Katrín Ásbjörnsdóttir er fyrsti leikmaður Breiðabliks til að skora þrennu þetta sumar þegar hún skoraði þrjú mörk gegn FC Minsk í kvöld.

 „Þetta er held ég fyrsta þrenna sem einhver leikmaður hjá okkur skorar. Hún skoraði mjög góð mörk. Við sköpuðum líka fullt af færum og ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu. Stór leikur á laugardaginn gegn Sporting.

Næsti leikur Breiðabliks er í sömu keppni og í dag nema gegn Sporting en Nik segir að það muni vera erfiðasta leik tímabilsins.

 „Þetta verður erfiðasti leikur sumarsins til þessa. Þær spiluðu með tígulmiðju í dag. Það verður gaman að sjá tígulmiðju mæta tígulmiðju. Þetta verður skemmtilegt próf fyrir mig sem þjálfara að mæta glænýjum andstæðing sem við höfum ekki langan tíma til að leikgreina. Þetta verður skemmtileg reynsla. Við munum sýna betri frammistöðu, hvort það skili sigri eða ekki verður bara að koma í ljós.

Nik segir að Breiðablik sé ekkert að hugsa um deildina þessa dagana heldur fer öll þeirra einbeiting á leikinn við Sporting á laugardaginn.

 „Við höfum ekkert hugsað um deildina núna. Það er bara Sporting á laugardaginn og við viljum halda áfram að vinna leiki og skora mörk og halda hreinu. Vonandi getum við haldið því áfram í leiknum á laugardaginn gegn Sporting.“ sagði Nik Chamberlain.

Nánar er rætt við Nik í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir