Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
banner
   mið 04. september 2024 22:40
Sölvi Haraldsson
Nik um Sporting: Verður erfiðasti leikur tímabilsins
Nik var ánægður með margt í dag.
Nik var ánægður með margt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 „Við kláruðum verkefnið. Ég var mjög ánægður með margt í dag. Við skoruðum nokkur glæsileg mörk og spiluðum vel. Við kláruðum bara verkefnið, þetta hefði alveg getað verið bananahýði þar sem þær eru með góða leikmenn. En við kláruðum verkefnið og einbeitum okkur að Sporting núna.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 6-1 sigur á FC Minsk í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 FC Minsk

Seinni hálfleikur Brieiðabliks fór meira í að stýra leiknum eftir að hafa verið 4-1 yfir í hálfleik.

 „Við vildum bara stýra leiknum betur og færa boltann betur. Seinustu 20 mínúturnar fór svo bara í hvíla leikmenn og róa leikinn niður þar sem við eigum mikilvægan leik á laugardaginn. Núna þurfum við bara að einbeita okkur að þessu erfiða verkefni á laugardaginn.

Katrín Ásbjörnsdóttir er fyrsti leikmaður Breiðabliks til að skora þrennu þetta sumar þegar hún skoraði þrjú mörk gegn FC Minsk í kvöld.

 „Þetta er held ég fyrsta þrenna sem einhver leikmaður hjá okkur skorar. Hún skoraði mjög góð mörk. Við sköpuðum líka fullt af færum og ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu. Stór leikur á laugardaginn gegn Sporting.

Næsti leikur Breiðabliks er í sömu keppni og í dag nema gegn Sporting en Nik segir að það muni vera erfiðasta leik tímabilsins.

 „Þetta verður erfiðasti leikur sumarsins til þessa. Þær spiluðu með tígulmiðju í dag. Það verður gaman að sjá tígulmiðju mæta tígulmiðju. Þetta verður skemmtilegt próf fyrir mig sem þjálfara að mæta glænýjum andstæðing sem við höfum ekki langan tíma til að leikgreina. Þetta verður skemmtileg reynsla. Við munum sýna betri frammistöðu, hvort það skili sigri eða ekki verður bara að koma í ljós.

Nik segir að Breiðablik sé ekkert að hugsa um deildina þessa dagana heldur fer öll þeirra einbeiting á leikinn við Sporting á laugardaginn.

 „Við höfum ekkert hugsað um deildina núna. Það er bara Sporting á laugardaginn og við viljum halda áfram að vinna leiki og skora mörk og halda hreinu. Vonandi getum við haldið því áfram í leiknum á laugardaginn gegn Sporting.“ sagði Nik Chamberlain.

Nánar er rætt við Nik í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner