Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   mið 04. september 2024 22:40
Sölvi Haraldsson
Nik um Sporting: Verður erfiðasti leikur tímabilsins
Nik var ánægður með margt í dag.
Nik var ánægður með margt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 „Við kláruðum verkefnið. Ég var mjög ánægður með margt í dag. Við skoruðum nokkur glæsileg mörk og spiluðum vel. Við kláruðum bara verkefnið, þetta hefði alveg getað verið bananahýði þar sem þær eru með góða leikmenn. En við kláruðum verkefnið og einbeitum okkur að Sporting núna.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 6-1 sigur á FC Minsk í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 FC Minsk

Seinni hálfleikur Brieiðabliks fór meira í að stýra leiknum eftir að hafa verið 4-1 yfir í hálfleik.

 „Við vildum bara stýra leiknum betur og færa boltann betur. Seinustu 20 mínúturnar fór svo bara í hvíla leikmenn og róa leikinn niður þar sem við eigum mikilvægan leik á laugardaginn. Núna þurfum við bara að einbeita okkur að þessu erfiða verkefni á laugardaginn.

Katrín Ásbjörnsdóttir er fyrsti leikmaður Breiðabliks til að skora þrennu þetta sumar þegar hún skoraði þrjú mörk gegn FC Minsk í kvöld.

 „Þetta er held ég fyrsta þrenna sem einhver leikmaður hjá okkur skorar. Hún skoraði mjög góð mörk. Við sköpuðum líka fullt af færum og ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu. Stór leikur á laugardaginn gegn Sporting.

Næsti leikur Breiðabliks er í sömu keppni og í dag nema gegn Sporting en Nik segir að það muni vera erfiðasta leik tímabilsins.

 „Þetta verður erfiðasti leikur sumarsins til þessa. Þær spiluðu með tígulmiðju í dag. Það verður gaman að sjá tígulmiðju mæta tígulmiðju. Þetta verður skemmtilegt próf fyrir mig sem þjálfara að mæta glænýjum andstæðing sem við höfum ekki langan tíma til að leikgreina. Þetta verður skemmtileg reynsla. Við munum sýna betri frammistöðu, hvort það skili sigri eða ekki verður bara að koma í ljós.

Nik segir að Breiðablik sé ekkert að hugsa um deildina þessa dagana heldur fer öll þeirra einbeiting á leikinn við Sporting á laugardaginn.

 „Við höfum ekkert hugsað um deildina núna. Það er bara Sporting á laugardaginn og við viljum halda áfram að vinna leiki og skora mörk og halda hreinu. Vonandi getum við haldið því áfram í leiknum á laugardaginn gegn Sporting.“ sagði Nik Chamberlain.

Nánar er rætt við Nik í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner