Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 04. október 2020 17:54
Sverrir Örn Einarsson
Magnús Örn: Búið að vera ótrúlega lærdómsríkt tímabil
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu
Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta skellti sér í heimsókn til Keflavíkur og mætti þar liði heimakvenna sem tryggðu sér nýverið sæti í Pepsi Max deild Kvenna.
Keflavíkurkonur komust yfir strax á annari mínútu leiksins þegar Paula Isabelle Germino Watnick setti boltann í netið í fyrstu sókn Keflavíkur í leiknum. Natasha Moraa Anasi bætti við öðru marki fyrir Keflavík eftir stundarfjórðungs leik en Bjargey Sigurborg Ólafsson minnkaði munin fyrir gestina fyrir hálfleik og hálfleikstölur því 2-1.
Kristrún Ýr Holm gerði eina mark síðari hálfleiks á 64.mínútu og þurfti lið Gróttu því að sætta sig við að halda stigalausar heim á leið.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

„Þetta var fjörugur leikur. Mér fannst við byrja leikinn mjög illa fáum á okkur tvö mörk en ég er ótrúlega stoltur af stelpunum hvernig karakter þær sýndu með að koma sér aftur inn í þetta, minnka munin og þjarma að mjög sterku liði Keflavíkur fram í hálfleikinn.“
Sagði Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu um leik sinna kvenna í dag.

Lið Gróttu er nýliði í Lengjudeildinni eftir að Magnús stýrði þeim upp úr 2.deildinni í fyrra. Lovísa Falsdóttir fréttaritari Fótbolta.net á Nettóvellinum spurði Magnús sem er á sínu öðru tímabili með liðið hvort hann ætlaði sér að halda áfram með liðið?

„Þetta er búið að vera ótrúlega lærdómsríkt tímabil og mjög kaflaskipt. Við byrjum frábærlega en svo hefur okkur gengið mjög illa að sækja stig eftir covid pásuna. Ég er mjög áhugasamur um að
fá að taka allavega eitt tímabil í viðbót með liðinu en samningurinn minn er að renna út þannig að við þurfum að ræða málin hvort það er áhugi að hafa mann áfram. “

Grótta er líkt og áður sagði nýliði í deildinni og mun enda í sætum 5-7 eftir því hvernig spilast úr loka umferð deildarinnar. Er það á pari við væntingar Gróttu fyrir mót?

„ Frábært að halda sæti sínu í deildinni og sem nýliði verður maður að sýna auðmýkt og fagna því að hafa fest sig í sessi í deildinni. En ég get alveg sagt það núna að við ætluðum okkur stærri hluti. Við ætluðum okkur að koma á óvart sem við og gerðum en svo héldum við alls ekki út og hefðum viljað vera með fleiri stig og aðeins ofar í töflunni þó við auðvitað fögnum því að spila aftur í þessari skemmtilegu deild á næsta ári. “

Sagði Magnús Örn Helgason en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner