Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 04. október 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Klopp átti langt spjall við Nunez
Gagnrýnin á Darwin Nunez verður háværari en sóknarmaðurinn hefur bara byrjað tvo leiki fyrir Liverpool síðan hann var keyptur frá Benfica, kaupverðið getur farið upp í 85 milljónir punda.

Þessi 23 ára leikmaður byrjaði vel, skoraði gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn og svo gegn Fulham í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar.

Hann fékk hinsvegar þriggja leikja bann fyrir rautt spjald gegn Crystal Palace og síðan hann kom aftur hefur hann verið geymdur á bekknum.

Klopp segist hafa átt gott spjall við Nunez á sunnudag til að fullvissa leikmanninn um að það væri ekkert stress þó aðlögun hans hjá félaginu hafi farið rólega af stað.

„Hann er auðvitað enn að aðlagast. Þegar nýir menn koma inn þá eru allir að tala um þá og vilja að þeir skíni strax. Stundum heppnast það en stundum ekki," segir Klopp.

„Á sunnudag spjölluðum við lengi saman, við gerðum það í gegnum Pep Lijnders (aðstoðarstjóra) því ég er ekkert að verða betri í portúgölsku! Ég sagði að við værum þolinmóðir. Það er mikilvægt í þessari stöðu að hann sé ekki áhyggjufullur."

„Liðið sjálft hefur ekki komist á flug og það gerir honum ekki auðveldara fyrir. Það er sérstaklega erfitt fyrir leikmann sem vill skora mörk. Það hefur ekki allt verið að smella eins og við vildum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner
banner