Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   sun 05. maí 2013 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjáns: Gáfum Þórsurum ekki andrými
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann góðan 4-1 sigur á Þór í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á Kópavogsvelli í dag og var Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eðlilega ánægður með úrslitin.

,,Ég var ánægður með hvernig við fórum inn í leikinn, spiluðum leikinn af festu og við slepptum aldrei gripinu af leiknum. Varnarleikurinn var þéttur og við gátum farið á þá hratt og vorum aggresívir í því sem við gerðum," sagði Ólafur Kristjánsson eftir leikinn í dag.

,,Við skoruðum góð mörk og sköpuðum góð færi og strákarnir spiluðu þennan leik með sóma."

,,Ég vil ekki meina að þeir hafi verið eitthvað slakari en ég bjóst við. Ég átti von á liði sem myndi gefa sig allan í leikinn, sem þeir gerðu, en við gáfum þeim aldrei andrými til þess að komast inn í leikinn og það var kannski það sem skipti máli."

,,Dagsskipunin í dag var að liggja milli hátt og lágt, leyfa þeim að koma aðeins út og gera þá árás á þá. Eiga pláss sem hægt væri að komast í með fljótum mönnum, komast á kantanna og fyrir. Það tókst fyrsta hálftímann full oft, gæðin á fyrirgjöfunum var ekki alveg eins og ég hefði viljað sjá þær, en það lagaðist í seinni hálfleik og það rúllaði betur þá,"
sagði hann ennfremur.

Breiðablik fer á Hásteinsvöll í næstu umferð þar sem liðið mætir ÍBV, en Eyjamenn sigruðu einmitt ÍA með einu marki gegn engu í dag.
Athugasemdir