Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   sun 05. maí 2013 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjáns: Gáfum Þórsurum ekki andrými
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann góðan 4-1 sigur á Þór í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á Kópavogsvelli í dag og var Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eðlilega ánægður með úrslitin.

,,Ég var ánægður með hvernig við fórum inn í leikinn, spiluðum leikinn af festu og við slepptum aldrei gripinu af leiknum. Varnarleikurinn var þéttur og við gátum farið á þá hratt og vorum aggresívir í því sem við gerðum," sagði Ólafur Kristjánsson eftir leikinn í dag.

,,Við skoruðum góð mörk og sköpuðum góð færi og strákarnir spiluðu þennan leik með sóma."

,,Ég vil ekki meina að þeir hafi verið eitthvað slakari en ég bjóst við. Ég átti von á liði sem myndi gefa sig allan í leikinn, sem þeir gerðu, en við gáfum þeim aldrei andrými til þess að komast inn í leikinn og það var kannski það sem skipti máli."

,,Dagsskipunin í dag var að liggja milli hátt og lágt, leyfa þeim að koma aðeins út og gera þá árás á þá. Eiga pláss sem hægt væri að komast í með fljótum mönnum, komast á kantanna og fyrir. Það tókst fyrsta hálftímann full oft, gæðin á fyrirgjöfunum var ekki alveg eins og ég hefði viljað sjá þær, en það lagaðist í seinni hálfleik og það rúllaði betur þá,"
sagði hann ennfremur.

Breiðablik fer á Hásteinsvöll í næstu umferð þar sem liðið mætir ÍBV, en Eyjamenn sigruðu einmitt ÍA með einu marki gegn engu í dag.
Athugasemdir
banner
banner