PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
   fös 06. september 2024 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
Icelandair
Orri Steinn í leiknum í kvöld.
Orri Steinn í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er mjög góð tilfinning. Við vorum að stjórna leiknum og spila vel. Mér fannst við vera með stjórn allan leikinn," sagði Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður Íslands, eftir 3-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.

Orri gerði fyrra mark Íslands með dúndurskalla þar sem hann hoppaði hæð sína.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Auðvitað er geggjað að byrja inn á og fá að spila fyrir framan þjóðina," sagði Orri.

„Þetta var geggjað mark og mjög gaman að skora. Ég hef ekki verið að skora mikið eftir horn á ferlinum. Þetta var búið að ganga vel á æfingum í vikunni og ég sá fyrir mér að ég gæti komið á nær og stangað hann inn. Það var gott að sjá."

Orri skoraði nákvæmlega svona mark á æfingu fyrr í vikunni.

„Þetta er allt af æfingasvæðinu og það er gott að sjá. Við erum fókuseraðir á æfingum og í leikjum, þá koma mörk... það er geggjað að vera með svona góða spyrnumenn eins og Jóa og Gylfa. Þá er þægilegt fyrir okkur að vita að við þurfum bara að taka hlaupið á réttum tíma og stanga hann inn."

„Ég talaði við Hákon Valdimars eftir leik og hann sagði að í mótvind hefði þetta dippað svona yfir markvörðinn. Ég og Hákon þekkjum vindinn vel af Nesinu. Það er auðvitað mikill vindur á Seltjarnarnesi og við vitum hvernig vindurinn virkar. Ef það hefði verið meðvindur hefði boltinn líklegast farið yfir," sagði Orri.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner