Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   sun 06. október 2024 21:26
Sölvi Haraldsson
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis.
Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög illa, það er ekki hægt að segja annað. Þetta var eins svekkjandi endir og var hægt. Þetta er mjög slæm tilfinning.“ sagði Ásgeir Eyþórsson, fyrirliði Fylkis í fjarveru Ragnars Braga, eftir 2-2 jafntefli við HK í Kórnum sem gerir það að verkum að Fylkir er fallið í Lengjudeildina.


Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

 Ásgeiri fannst skrítið hvað það var miklu bætt við en það voru 6 mínútur í uppbótartíma og jöfnunarmarkið kom eftir uppgefinn uppbótartíma.

Auðvitað settu þeir einhverja pressu á okkur. Mér fannst sérstakt að það var bætt 8 mínútum við. Mér fannst ekki svona miklar tafir í seinni hálfleiknum og sérstaklega í uppbótartímanum. Það var ekki ein skipting eða neitt og það að hann fer tvær mínútur fram yfir hann, ég veit ekki alveg hvernig þeir fá það út. Mér fannst ekkert mikið í loftinu, bara stress þegar það munar einu marki og mikið undir. Þetta er bara svona.“

Hvernig er tilfinningin núna eftir fallið og hafa verið í þessari baráttu í allt sumar?

Þetta er grautfúlt. Þetta hefur verið þungt sumar, það er ekki hægt að segja annað. Við erum búnir að vera ekki í þeirri baráttu sem við höfum verið í. Eins og þetta var komið vildum við gefa þessu meiri séns. Maður hafði alltaf trú á þessu hérna í lokin ef við hefðum náð sigri væri þetta séns en við breytum því ekki núna.

Hvernig lítur framhaldið núna út hjá hópnum og Ásgeiri persónulega líka?

Ég er lítið búinn að pæla í því. Við eigum tvo leiki eftir og við þurfum að klára þá almennilega. Við erum ekkert að fara að hætta þetta núna, við verðum að enda þetta mót vel.

Ásgeir segir að það sé mikilvægt að klára tímabilið á sigri til að ná sjálfstrausti í hópinn.

Fyrir hópinn er mikilvægt að enda tímabilið vel að fá smá sjálfstraust. Auðvitað er þetta grautfúlt, það hafa verið fínar frammistöður í úrslitakeppninni en stigin hafa ekki verið að detta með okkur. Við þurfum að klára þetta vel og ná í einn til tvo sigra.“ sagði Ásgeir að lokum.

Viðtalið við Ásgeir í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner