Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 06. október 2024 21:26
Sölvi Haraldsson
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis.
Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög illa, það er ekki hægt að segja annað. Þetta var eins svekkjandi endir og var hægt. Þetta er mjög slæm tilfinning.“ sagði Ásgeir Eyþórsson, fyrirliði Fylkis í fjarveru Ragnars Braga, eftir 2-2 jafntefli við HK í Kórnum sem gerir það að verkum að Fylkir er fallið í Lengjudeildina.


Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

 Ásgeiri fannst skrítið hvað það var miklu bætt við en það voru 6 mínútur í uppbótartíma og jöfnunarmarkið kom eftir uppgefinn uppbótartíma.

Auðvitað settu þeir einhverja pressu á okkur. Mér fannst sérstakt að það var bætt 8 mínútum við. Mér fannst ekki svona miklar tafir í seinni hálfleiknum og sérstaklega í uppbótartímanum. Það var ekki ein skipting eða neitt og það að hann fer tvær mínútur fram yfir hann, ég veit ekki alveg hvernig þeir fá það út. Mér fannst ekkert mikið í loftinu, bara stress þegar það munar einu marki og mikið undir. Þetta er bara svona.“

Hvernig er tilfinningin núna eftir fallið og hafa verið í þessari baráttu í allt sumar?

Þetta er grautfúlt. Þetta hefur verið þungt sumar, það er ekki hægt að segja annað. Við erum búnir að vera ekki í þeirri baráttu sem við höfum verið í. Eins og þetta var komið vildum við gefa þessu meiri séns. Maður hafði alltaf trú á þessu hérna í lokin ef við hefðum náð sigri væri þetta séns en við breytum því ekki núna.

Hvernig lítur framhaldið núna út hjá hópnum og Ásgeiri persónulega líka?

Ég er lítið búinn að pæla í því. Við eigum tvo leiki eftir og við þurfum að klára þá almennilega. Við erum ekkert að fara að hætta þetta núna, við verðum að enda þetta mót vel.

Ásgeir segir að það sé mikilvægt að klára tímabilið á sigri til að ná sjálfstrausti í hópinn.

Fyrir hópinn er mikilvægt að enda tímabilið vel að fá smá sjálfstraust. Auðvitað er þetta grautfúlt, það hafa verið fínar frammistöður í úrslitakeppninni en stigin hafa ekki verið að detta með okkur. Við þurfum að klára þetta vel og ná í einn til tvo sigra.“ sagði Ásgeir að lokum.

Viðtalið við Ásgeir í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner