Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   fös 07. júní 2024 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Bjarki Steinn: Skal viðurkenna að það var þægilegra þegar Cole Palmer fór á mig
Icelandair
Bjarki í baráttunni við Declan Rice
Bjarki í baráttunni við Declan Rice
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason fékk tækifæri í byrjunarliði Íslands í 1-0 sigrinum á Englandi á Wembley í kvöld og tókst honum heldur betur að heilla.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Þetta var annar byrjunarliðsleikur Bjarka með A-landsliðinu og hans fyrsti undir stjórn Åge Hareide.

„Hún er ólýsanleg. Það er ekki á hverjum degi sem maður vinnur á Wembley. Geggjaður sigur hjá öllu liðinu og mjög stoltur,“ sagði Bjarki við Fótbolta.net.

Hann hafði tilfinningu fyrir því að hann væri að fara byrja leikinn og sá því til þess að hann væri klár.

„Geðveikt og rosalega mikill heiður fyrir mig. Ég þurfti að gíra mig extra mikið upp og ég gerði það. Klár í þennan leik og gerði það ágætlega. Helvíti sáttur.“

Bjarki þekkir það ágætlega að spila sem vængbakvörður í fimm manna vörn Venezia, en ekki alveg jafn kunnugur því að leika í bakverði í fjögurra manna vörn.

„Nei, ekki sem fjórir til baka. Ég er búinn að spila sem vængbakvörður vinstra og hægra megin hjá Venezia þannig ég kann þetta alveg og get alveg varist líka. Ég var klár í að gíra mig í þetta og það var bara flott.“

Mosfellingurinn viðurkennir að byrjunin hafi verið fremur erfið en eftir það hafi allt gengið eins og í sögu.

„Ég ætla ekki að ljúga að þér. Fyrstu fimmtán voru svolítið erfiðar en síðan vann maður sig betur inn í leikinn og þá fann maður hvað allir voru klárir í þetta og saman í þessu. Þá leið manni miklu betur.“

Bjarki mættir Anthony Gordon, leikmanni Newcastle United, en sá var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Var einhver hræðsla að mæta honum?

„Jájá, kannski smá í byrjun. Hann er hrikalega fljótur og skal alveg viðurkenna það að það var þægilegra þegar Cole Palmer fór á mig því hann var ekki mikið að fara utan á mig. En svo eru þetta fótboltamenn eins og ég, og ég gerði bara mitt besta.“

Miðað við frammistöðuna þá var Bjarki að sýna Hareide að hann sé klár í að taka við stöðuna.

„Þetta er allt í hans höndum, en tel mig hafa gert nokkuð vel í kvöld. Bara vel, þetta var geggjaður leikur og allt það en við verðum að halda þessu áfram. Það er leikur eftir þrjá daga og þar verðum við að ná jafn góðri frammistöðu vonandi,“ sagði hann.
Athugasemdir
banner