Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   þri 07. desember 2021 17:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Árni: Hefði getað farið í KR en ég valdi að fara í Stjörnuna
Jóhann Árni Gunnarsson
Jóhann Árni Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson var tilkynntur sem leikmaður Stjörnunnar í gær. Jóhann er uppalinn í Fjölni og kemur frá uppeldisfélaginu. Hann er tvítugur miðjumaður og ræddi hann í dag við Fótbolta.net um félagaskiptin.

„Mér líst mjög vel á þetta, mjög spenntur að byrja og er mjög sáttur. Stjarnan sýndi mestan áhuga af þeim liðum sem ég talaði við. Mér finnst líka mikill metnaður í Garðabænum að gera betur en á síðasta tímabili. Mig langar að vera partur af því," sagði Jóhann.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

„Mér fannst, eftir tvö góð tímabil (2019 og 2021) í Lengjudeildinni að ég sé meira klár í úrvalsdeildina en ég var með Fjölni fyrir ári."

Hitti KR, FH og Stjörnuna
Það var talað um að KR hefði haft áhuga á Jóhanni. „Ég hitti KR, FH og Stjörnuna og valdi Stjörnuna. Spilatími var stór partur."

Jóhann kom inn á reynsluna í Danmörku og U21 árs landsliðið en meira um Stjörnuna. Hvað er það sem þig langar til að afreka hjá félaginu?

„Mig langar að taka liðið í topp 3, í Evrópu, það væri geggjað."

Skipti Óskars í Stjörnuna ýttu honum nær
Óskar Örn Hauksson gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði og þá hefur Hilmar Árni Halldórsson verið besti leikmaður liðsins í nokkur ár. Ertu spenntur að spila með þeim?

„Ég var á æfingu í gær með Óskari, það var mjög gaman að spila með honum. Það ýtti mér nær Stjörnunni þegar ég sá að þeir voru að fá hann í sínar raðir."

Tók ferlið langan tíma? „Já, ég myndi segja það. Ég var lengi að velja og svo fór ég til Danmerkur og þá fór allt í pásu. Mér fannst áhuginn það mikill að ég var alltaf klár á því að þetta myndi allt hafast."

Það var talað um að þinn hugur hafi verið hjá KR en að Stjarnan hafi boðið betur. Tekuru undir þær sögur?

„Ég valdi að fara í Stjörnuna, hefði getað farið í KR en ég valdi að fara í Stjörnuna," sagði Jóhann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner