Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 07. desember 2021 17:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Árni: Hefði getað farið í KR en ég valdi að fara í Stjörnuna
Jóhann Árni Gunnarsson
Jóhann Árni Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson var tilkynntur sem leikmaður Stjörnunnar í gær. Jóhann er uppalinn í Fjölni og kemur frá uppeldisfélaginu. Hann er tvítugur miðjumaður og ræddi hann í dag við Fótbolta.net um félagaskiptin.

„Mér líst mjög vel á þetta, mjög spenntur að byrja og er mjög sáttur. Stjarnan sýndi mestan áhuga af þeim liðum sem ég talaði við. Mér finnst líka mikill metnaður í Garðabænum að gera betur en á síðasta tímabili. Mig langar að vera partur af því," sagði Jóhann.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

„Mér fannst, eftir tvö góð tímabil (2019 og 2021) í Lengjudeildinni að ég sé meira klár í úrvalsdeildina en ég var með Fjölni fyrir ári."

Hitti KR, FH og Stjörnuna
Það var talað um að KR hefði haft áhuga á Jóhanni. „Ég hitti KR, FH og Stjörnuna og valdi Stjörnuna. Spilatími var stór partur."

Jóhann kom inn á reynsluna í Danmörku og U21 árs landsliðið en meira um Stjörnuna. Hvað er það sem þig langar til að afreka hjá félaginu?

„Mig langar að taka liðið í topp 3, í Evrópu, það væri geggjað."

Skipti Óskars í Stjörnuna ýttu honum nær
Óskar Örn Hauksson gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði og þá hefur Hilmar Árni Halldórsson verið besti leikmaður liðsins í nokkur ár. Ertu spenntur að spila með þeim?

„Ég var á æfingu í gær með Óskari, það var mjög gaman að spila með honum. Það ýtti mér nær Stjörnunni þegar ég sá að þeir voru að fá hann í sínar raðir."

Tók ferlið langan tíma? „Já, ég myndi segja það. Ég var lengi að velja og svo fór ég til Danmerkur og þá fór allt í pásu. Mér fannst áhuginn það mikill að ég var alltaf klár á því að þetta myndi allt hafast."

Það var talað um að þinn hugur hafi verið hjá KR en að Stjarnan hafi boðið betur. Tekuru undir þær sögur?

„Ég valdi að fara í Stjörnuna, hefði getað farið í KR en ég valdi að fara í Stjörnuna," sagði Jóhann að lokum.
Athugasemdir
banner