Toney fer ekki í janúar - Lewandowski ákveður framtíðina bráðlega - Munoz dreymir um Man Utd - Bayern og Dortmund keppast um De Cat
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   þri 07. desember 2021 17:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Árni: Hefði getað farið í KR en ég valdi að fara í Stjörnuna
Jóhann Árni Gunnarsson
Jóhann Árni Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson var tilkynntur sem leikmaður Stjörnunnar í gær. Jóhann er uppalinn í Fjölni og kemur frá uppeldisfélaginu. Hann er tvítugur miðjumaður og ræddi hann í dag við Fótbolta.net um félagaskiptin.

„Mér líst mjög vel á þetta, mjög spenntur að byrja og er mjög sáttur. Stjarnan sýndi mestan áhuga af þeim liðum sem ég talaði við. Mér finnst líka mikill metnaður í Garðabænum að gera betur en á síðasta tímabili. Mig langar að vera partur af því," sagði Jóhann.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

„Mér fannst, eftir tvö góð tímabil (2019 og 2021) í Lengjudeildinni að ég sé meira klár í úrvalsdeildina en ég var með Fjölni fyrir ári."

Hitti KR, FH og Stjörnuna
Það var talað um að KR hefði haft áhuga á Jóhanni. „Ég hitti KR, FH og Stjörnuna og valdi Stjörnuna. Spilatími var stór partur."

Jóhann kom inn á reynsluna í Danmörku og U21 árs landsliðið en meira um Stjörnuna. Hvað er það sem þig langar til að afreka hjá félaginu?

„Mig langar að taka liðið í topp 3, í Evrópu, það væri geggjað."

Skipti Óskars í Stjörnuna ýttu honum nær
Óskar Örn Hauksson gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði og þá hefur Hilmar Árni Halldórsson verið besti leikmaður liðsins í nokkur ár. Ertu spenntur að spila með þeim?

„Ég var á æfingu í gær með Óskari, það var mjög gaman að spila með honum. Það ýtti mér nær Stjörnunni þegar ég sá að þeir voru að fá hann í sínar raðir."

Tók ferlið langan tíma? „Já, ég myndi segja það. Ég var lengi að velja og svo fór ég til Danmerkur og þá fór allt í pásu. Mér fannst áhuginn það mikill að ég var alltaf klár á því að þetta myndi allt hafast."

Það var talað um að þinn hugur hafi verið hjá KR en að Stjarnan hafi boðið betur. Tekuru undir þær sögur?

„Ég valdi að fara í Stjörnuna, hefði getað farið í KR en ég valdi að fara í Stjörnuna," sagði Jóhann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner