Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 08. apríl 2024 17:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Guðrún: Vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik
Icelandair
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með landsliðinu.
Í leik með landsliðinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum spenntar," segir Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag. Á morgun er leikur númer tvö í undankeppni EM 2025 þegar stelpurnar mæta Þýskalandi á útivelli.

„Við erum búnar að fara yfir þær á nokkrum fundum. Við fórum líka í taktískar áherslur á æfingu áðan. Við höfum spilað við þær tvisvar nýlega og gátum horft á klippur úr þeim leikjum sem við höfum spilað við þær, og líka úr öðrum leikjum sem þær hafa spilað eins og til dæmis gegn Austurríki síðast. Við höfum náð að kíkja ágætlega á þær."

Ísland hóf undankeppnina á 3-0 sigri gegn Póllandi en á sama tíma lenti Þýskaland í vandræðum með Austurríki. Þýska liðinu tókst þó að vinna að lokum, 3-2.

„Það sýnir okkur að það eru möguleikar. Við sýndum það í Þýskalandsleiknum heima á síðasta ári að það eru möguleikar. Danmörk vann Þýskaland og við unnum Danmörku. Það eru alls konar möguleikar í þessu ef við gerum hlutina almennilega og eigum góðan dag."

Síðasti útileikur gegn Þýskalandi fór illa en Guðrún er vongóð um að það gangi betur á morgun.

„Ég er nokkuð viss um það bara. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik. Við vorum ekki að spila vel. Ég held að það verði ekki sama upp á teningunum á morgun. Við erum að finna okkur betur saman sem lið," segir Guðrún en hún er spennt að takast á við þá frábæru sóknarleikmenn sem Þjóðverjar hafa í sínum röðum.

„Það er gaman að fá alvöru áskorun. Ég vona að við náum að loka vel á þær. Þetta eru rosalega sterkir leikmenn en það er gaman að máta sig á móti þeim."

Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner