Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   mán 08. apríl 2024 17:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Guðrún: Vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik
Icelandair
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með landsliðinu.
Í leik með landsliðinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum spenntar," segir Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag. Á morgun er leikur númer tvö í undankeppni EM 2025 þegar stelpurnar mæta Þýskalandi á útivelli.

„Við erum búnar að fara yfir þær á nokkrum fundum. Við fórum líka í taktískar áherslur á æfingu áðan. Við höfum spilað við þær tvisvar nýlega og gátum horft á klippur úr þeim leikjum sem við höfum spilað við þær, og líka úr öðrum leikjum sem þær hafa spilað eins og til dæmis gegn Austurríki síðast. Við höfum náð að kíkja ágætlega á þær."

Ísland hóf undankeppnina á 3-0 sigri gegn Póllandi en á sama tíma lenti Þýskaland í vandræðum með Austurríki. Þýska liðinu tókst þó að vinna að lokum, 3-2.

„Það sýnir okkur að það eru möguleikar. Við sýndum það í Þýskalandsleiknum heima á síðasta ári að það eru möguleikar. Danmörk vann Þýskaland og við unnum Danmörku. Það eru alls konar möguleikar í þessu ef við gerum hlutina almennilega og eigum góðan dag."

Síðasti útileikur gegn Þýskalandi fór illa en Guðrún er vongóð um að það gangi betur á morgun.

„Ég er nokkuð viss um það bara. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik. Við vorum ekki að spila vel. Ég held að það verði ekki sama upp á teningunum á morgun. Við erum að finna okkur betur saman sem lið," segir Guðrún en hún er spennt að takast á við þá frábæru sóknarleikmenn sem Þjóðverjar hafa í sínum röðum.

„Það er gaman að fá alvöru áskorun. Ég vona að við náum að loka vel á þær. Þetta eru rosalega sterkir leikmenn en það er gaman að máta sig á móti þeim."

Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner