Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 08. júlí 2020 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Þorsteins: Benzema í báðum liðum
Lengjudeildin
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur.
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur.
Mynd: Benóný Þórhallsson
Grindavík og Keflavík gerðu jafntefli í kvöld í leik liðanna í Grindavík í kvöld. Óhætt er að segja að fátt hafi verið um varnir í fyrri hálfleik en staðan eftir um þrjátíu mínútna leik var orðin 4-2 fyrir Grindavík. Keflavík minnkaði svo munin í 4-3 áður en hálfleikurinn var út.
Þrátt fyrir ágætis færi í síðari hálfleik var aðeins 1 mark skorað í honum það gerði Keflavík og lokatölur því 4-4 í stórskemmtilegum leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  4 Keflavík

„Ég veit ekki hvað ég hef spilað marga leiki í meistaraflokki en þetta er einhver sá sérkennilegasti. Mér leið bara eins og ég væri í borðtennis, körfubolta eða handaboltaleik þarna í fyrri hálfleik. Það gekk endana á milli og boltinn mátti ekki fara inní teig þá var komið mark. Og það var eins og Karim Benzema væri í báðum liðum bara allt inni og svaka slútt.“
Sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur um hvernig var að spila leikinn.

Einhverjir höfðu orð á því fyrir leik að leikir þessara liði hafi oft ekkert verið neitt sérstök skemmtun. Það breyttist heldur betur í kvöld og áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn.

„Já það er nú einfaldlega vegna þess að við höfum rúllað þeim upp í síðustu þremur leikjum en já já það er kannski skemmtilegra fyrir áhorfendur þegar þetta er aðeins jafnara. En ég var gríðralega vonsvikinn með varnarleik okkar. Sóknarleikurinn frábær og allt það en þú vinnur ekki mót á sóknarleik. Þú vinnur það á sterkum varnarleik og við erum búnir að fá á okkur átta mörk í fyrstu fjórum leikjunum sem er ekki á því kaliberi sem að topplið þarf að vera.“

Sagði Gunnar Þorsteinsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner