Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   mið 08. júlí 2020 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Þorsteins: Benzema í báðum liðum
Lengjudeildin
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur.
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur.
Mynd: Benóný Þórhallsson
Grindavík og Keflavík gerðu jafntefli í kvöld í leik liðanna í Grindavík í kvöld. Óhætt er að segja að fátt hafi verið um varnir í fyrri hálfleik en staðan eftir um þrjátíu mínútna leik var orðin 4-2 fyrir Grindavík. Keflavík minnkaði svo munin í 4-3 áður en hálfleikurinn var út.
Þrátt fyrir ágætis færi í síðari hálfleik var aðeins 1 mark skorað í honum það gerði Keflavík og lokatölur því 4-4 í stórskemmtilegum leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  4 Keflavík

„Ég veit ekki hvað ég hef spilað marga leiki í meistaraflokki en þetta er einhver sá sérkennilegasti. Mér leið bara eins og ég væri í borðtennis, körfubolta eða handaboltaleik þarna í fyrri hálfleik. Það gekk endana á milli og boltinn mátti ekki fara inní teig þá var komið mark. Og það var eins og Karim Benzema væri í báðum liðum bara allt inni og svaka slútt.“
Sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur um hvernig var að spila leikinn.

Einhverjir höfðu orð á því fyrir leik að leikir þessara liði hafi oft ekkert verið neitt sérstök skemmtun. Það breyttist heldur betur í kvöld og áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn.

„Já það er nú einfaldlega vegna þess að við höfum rúllað þeim upp í síðustu þremur leikjum en já já það er kannski skemmtilegra fyrir áhorfendur þegar þetta er aðeins jafnara. En ég var gríðralega vonsvikinn með varnarleik okkar. Sóknarleikurinn frábær og allt það en þú vinnur ekki mót á sóknarleik. Þú vinnur það á sterkum varnarleik og við erum búnir að fá á okkur átta mörk í fyrstu fjórum leikjunum sem er ekki á því kaliberi sem að topplið þarf að vera.“

Sagði Gunnar Þorsteinsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner