Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 08. júlí 2020 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Þorsteins: Benzema í báðum liðum
Lengjudeildin
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur.
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur.
Mynd: Benóný Þórhallsson
Grindavík og Keflavík gerðu jafntefli í kvöld í leik liðanna í Grindavík í kvöld. Óhætt er að segja að fátt hafi verið um varnir í fyrri hálfleik en staðan eftir um þrjátíu mínútna leik var orðin 4-2 fyrir Grindavík. Keflavík minnkaði svo munin í 4-3 áður en hálfleikurinn var út.
Þrátt fyrir ágætis færi í síðari hálfleik var aðeins 1 mark skorað í honum það gerði Keflavík og lokatölur því 4-4 í stórskemmtilegum leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  4 Keflavík

„Ég veit ekki hvað ég hef spilað marga leiki í meistaraflokki en þetta er einhver sá sérkennilegasti. Mér leið bara eins og ég væri í borðtennis, körfubolta eða handaboltaleik þarna í fyrri hálfleik. Það gekk endana á milli og boltinn mátti ekki fara inní teig þá var komið mark. Og það var eins og Karim Benzema væri í báðum liðum bara allt inni og svaka slútt.“
Sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur um hvernig var að spila leikinn.

Einhverjir höfðu orð á því fyrir leik að leikir þessara liði hafi oft ekkert verið neitt sérstök skemmtun. Það breyttist heldur betur í kvöld og áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn.

„Já það er nú einfaldlega vegna þess að við höfum rúllað þeim upp í síðustu þremur leikjum en já já það er kannski skemmtilegra fyrir áhorfendur þegar þetta er aðeins jafnara. En ég var gríðralega vonsvikinn með varnarleik okkar. Sóknarleikurinn frábær og allt það en þú vinnur ekki mót á sóknarleik. Þú vinnur það á sterkum varnarleik og við erum búnir að fá á okkur átta mörk í fyrstu fjórum leikjunum sem er ekki á því kaliberi sem að topplið þarf að vera.“

Sagði Gunnar Þorsteinsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner