Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 08. nóvember 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Fer Manchester City í 3-5-2 gegn Liverpool?
Hvaða kerfi spilar City um helgina?
Hvaða kerfi spilar City um helgina?
Mynd: Getty Images
Liverpool og Manchester City mætast í toppslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag klukkan 16:30. Stephen Warnock, fyrrum varnarmaður Liverpool, skrifar nokkrar línur um leikinn á vef BBC í dag og hann veltir því fyrir sér hvort Manchester City muni breyta um leikkerfi og fara úr 4-3-3 í 3-5-2 gegn Liverpool.

„Mestu vandræðin sem lið Jurgen Klopp hefur lent í eru gegn liðum sem spila 3-5-2 en leikirnir gegn Sheffield United, Manchester United og jafnvel gegn Genk í Meistaradeildinni á þriðjudaginn eru nýleg dæmi," sagði Warnock.

„Ég er viss um að Guardiola hefur tekið eftir þessu líka og ég yrði ekki hissa ef hann myndi breyta úr venjulega 4-3-3 kerfinu sínu fyrir toppslaginn á Anfield."

Manchester City hefur áður prófað að spila með þriggja manna vörn, meðal annars gegn Atalanta á heimavelli í Meistaradeildinni á dögunum.

Warnock segir meðal annars í grein sinni að tveir framherjar geti valdið usla í vörn Liverpool og að bakverðir Livepool þori ekki að fara jafn hátt upp í pressu ef þeir skilja eftir sig svæði sem framherjarnir geta hlaupið í. Þá hafa miðjumenn og framherjar Liverpool oft neyðst til að verjast aftar á vellinum þegar liðið mætir liðum í 3-5-2.

Smelltu hér til að lesa grein Warnock í heild
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner