Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 09. júlí 2020 21:30
Anton Freyr Jónsson
Óli Stefán: Ekki alveg að falla fyrir okkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA var súr að leikslokum eftir 4-1 tap gegn Fylki á Würth vellinum í kvöld

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  1 KA

„Ég er gríðarlega svekktur í ljósi þess að þegar korter var eftir þá leit alls ekki út fyrir að þetta yrði loka niðurstaðan. Komum okkur vel inn í leikinn, sköpum okkur frábær færi og frábærar stöður og má alveg segja að gameplanið hafi verið á alveg fram að 2 marki Fylkis."

„Við vissum það að Fylkisliðið særa með hraða og keyra á okkur og ég er svekktur með að við náum ekki að bregðast betur við því sem við lögðum upp með."

Leikurinn var kaflaskiptur en KA stjórnaði leiknum í fyrri hálfleik sérstaklega. Liðið kemur sér í fullt af frábærum stöðum og miklu betri út á velli en ná ekki að nýta færin sem liðið skapaði sér.

„Þetta er ekki alveg að falla fyrir okkur og það er þreytt að þurfa að nota það en á meðan við erum að gera réttu hlutina, fjölga mínútum í frammistöðu sem mér fannst vera jákvæð teikn á lofti fram að þessu 2-1 marki ef ég á að vera alveg heiðarlegur frá síðasta leik en svo erum við kýldir í magan."

Aron Dagur gerir sig sekan um slæm mistök í leiknum og Óli var spurður hvort það væri ekki svekkjandi og pirrandi að horfa upp á það hjá ungum markmanni.

„Auðvitað eiga sér stað mistök inn á 90 mínútum inn á fótboltavelli en það er ekki það sem ég horfi til heldur stöðurnar sem við nýtum ekki og við verðum að halda áfram að horfa í það sem við erum að gera vel og nýta þessar stöður sem við fáum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner