Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fim 09. júlí 2020 21:30
Anton Freyr Jónsson
Óli Stefán: Ekki alveg að falla fyrir okkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA var súr að leikslokum eftir 4-1 tap gegn Fylki á Würth vellinum í kvöld

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  1 KA

„Ég er gríðarlega svekktur í ljósi þess að þegar korter var eftir þá leit alls ekki út fyrir að þetta yrði loka niðurstaðan. Komum okkur vel inn í leikinn, sköpum okkur frábær færi og frábærar stöður og má alveg segja að gameplanið hafi verið á alveg fram að 2 marki Fylkis."

„Við vissum það að Fylkisliðið særa með hraða og keyra á okkur og ég er svekktur með að við náum ekki að bregðast betur við því sem við lögðum upp með."

Leikurinn var kaflaskiptur en KA stjórnaði leiknum í fyrri hálfleik sérstaklega. Liðið kemur sér í fullt af frábærum stöðum og miklu betri út á velli en ná ekki að nýta færin sem liðið skapaði sér.

„Þetta er ekki alveg að falla fyrir okkur og það er þreytt að þurfa að nota það en á meðan við erum að gera réttu hlutina, fjölga mínútum í frammistöðu sem mér fannst vera jákvæð teikn á lofti fram að þessu 2-1 marki ef ég á að vera alveg heiðarlegur frá síðasta leik en svo erum við kýldir í magan."

Aron Dagur gerir sig sekan um slæm mistök í leiknum og Óli var spurður hvort það væri ekki svekkjandi og pirrandi að horfa upp á það hjá ungum markmanni.

„Auðvitað eiga sér stað mistök inn á 90 mínútum inn á fótboltavelli en það er ekki það sem ég horfi til heldur stöðurnar sem við nýtum ekki og við verðum að halda áfram að horfa í það sem við erum að gera vel og nýta þessar stöður sem við fáum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir