Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mán 09. september 2024 15:23
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.

„Mér líst vel á þennan leik. Við komum inn í hann fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Dönum. Þetta verður öðruvísi leikur, við verðum að vera klárir í bardagann og klárir í slaginn. Þetta velska lið er mjög gott," segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins í viðtali við Sölva Haraldsson fréttamann Fótbolta.net.

Ísland á harma að hefna eftir 1-0 tap í fyrri leiknum gegn Wales ytra.

„Við erum búnir að skoða þann leik vel og líka bara alla leiki Wales í riðlinum. Þetta er breskur fótbolti, þeir eru kannski ekki mikið að leggja upp með að halda í boltann en eru aggressívir og líkamlega sterkir. Þeir eru stórir og sterkir."

„Við höldum í okkar gildi og það sem við viljum gera en þetta verður barátta, það er alveg á hreinu."

Ólafur segir að staðan á hópnum sé mjög góð og allir klárir í slaginn. Varðandi stöðuna í riðlinum hefur hann þetta að segja:

„Við erum með þetta í okkar höndum og þetta snýst um okkur. Ef við spilum okkar leik og það sem við viljum gera, ef við gerum það vel þá er það nóg."

Spjall Sölva og Ólafs má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner