Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
   fim 10. mars 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaui Baldvins: Þurfti að selja mér það margoft að gefast upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón vann tvennuna með KR árið 2011.
Guðjón vann tvennuna með KR árið 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
„Tilfinningin er mjög sérstök en þetta er samt búinn að vera langur aðdragandi. Ég er búinn að vera meiddur í nánast ár og reynt allt en hægt og rólega sætt mig við að ég verð ekki sami leikmaður og ég var."

„Þá var tekin ákvörðun um að hætta,"
sagði Guðjón Baldvinsson, sem lagði skóna á hilluna í vikunni eftir að hafa spilað í meistaraflokki frá árinu 2003.

„Ég þurfti að selja mér það margoft að gefast upp. Tilfinningin að vilja enda með þá minningu að maður gat eitthvað varð ofan á."

Gætiru, vegna meiðslanna, spilað fótbolta aftur?

„Ég gæti aldrei spilað á því „leveli" sem ég myndi vilja spila á. Hnéð virkar ekki eins og það virkaði og það væri bara hættulegt fyrir mig að skemma það meira - upp á restina af lífinu."

„Ég reif upp góðan bita af brjóskinu í hnénu, það var víst á svona þungaberandi stað sem gerir það að verkum að ég missi hnéð undir álagi. Mér líður þá þannig að ég geti slitið krossband ef ég væri á of miklum hraða. Ég treysti ekki hnénu."


Var þetta mikill sársauki þegar þú meiddist?

„Nei, þetta var rosalega skrítið. Það tók langan tíma að finna út hvað þetta var. Ég spilaði í byrjun tímabilsins með þetta en hnéð blés alltaf út. Þegar þetta svo kom í ljós þá var það bara aðgerð sem var sársaukafult en annars er þetta ekki að há mér dags daglega en ég er ekkert að fara á skíði eða neitt svoleiðis."

„Ég hef ekkert farið út að skokka að viti því það kemur þreyta í hnéð. Ég þarf að finna aðrar leiðir - hjóla - og vonandi lagast þetta með árunum, ég veit það ekki. Eins og er þá virkar fótboltinn ekki,"
sagði Gaui.

Hann ætlar að byrja á sig að borga upp tapaðan tíma með fjölskyldunni áður en hann hugsar um mögulega þjálfun eða slíkt. „Helgarfrí og sumarfrí, það er eitthvað sem maður þarf að kynnast. Núna þarf að maður að taka upp dagatalið og plana."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum á ofan. Þar gerir hann ferilinn upp og er það KR eða Stjarnan?

Á ferlinum lék Guðjón með Stjörnunni, KR, GAIS, Halmstad, Nordsjælland og Kerala Blasters. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Hann lék þá fjóra A-landsleiki. Alls skoraði hann 99 mörk í deildarkeppni hér á Íslandi og fjórtán mörk í bikarnum.
Athugasemdir
banner