Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 10. mars 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaui Baldvins: Þurfti að selja mér það margoft að gefast upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón vann tvennuna með KR árið 2011.
Guðjón vann tvennuna með KR árið 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
„Tilfinningin er mjög sérstök en þetta er samt búinn að vera langur aðdragandi. Ég er búinn að vera meiddur í nánast ár og reynt allt en hægt og rólega sætt mig við að ég verð ekki sami leikmaður og ég var."

„Þá var tekin ákvörðun um að hætta,"
sagði Guðjón Baldvinsson, sem lagði skóna á hilluna í vikunni eftir að hafa spilað í meistaraflokki frá árinu 2003.

„Ég þurfti að selja mér það margoft að gefast upp. Tilfinningin að vilja enda með þá minningu að maður gat eitthvað varð ofan á."

Gætiru, vegna meiðslanna, spilað fótbolta aftur?

„Ég gæti aldrei spilað á því „leveli" sem ég myndi vilja spila á. Hnéð virkar ekki eins og það virkaði og það væri bara hættulegt fyrir mig að skemma það meira - upp á restina af lífinu."

„Ég reif upp góðan bita af brjóskinu í hnénu, það var víst á svona þungaberandi stað sem gerir það að verkum að ég missi hnéð undir álagi. Mér líður þá þannig að ég geti slitið krossband ef ég væri á of miklum hraða. Ég treysti ekki hnénu."


Var þetta mikill sársauki þegar þú meiddist?

„Nei, þetta var rosalega skrítið. Það tók langan tíma að finna út hvað þetta var. Ég spilaði í byrjun tímabilsins með þetta en hnéð blés alltaf út. Þegar þetta svo kom í ljós þá var það bara aðgerð sem var sársaukafult en annars er þetta ekki að há mér dags daglega en ég er ekkert að fara á skíði eða neitt svoleiðis."

„Ég hef ekkert farið út að skokka að viti því það kemur þreyta í hnéð. Ég þarf að finna aðrar leiðir - hjóla - og vonandi lagast þetta með árunum, ég veit það ekki. Eins og er þá virkar fótboltinn ekki,"
sagði Gaui.

Hann ætlar að byrja á sig að borga upp tapaðan tíma með fjölskyldunni áður en hann hugsar um mögulega þjálfun eða slíkt. „Helgarfrí og sumarfrí, það er eitthvað sem maður þarf að kynnast. Núna þarf að maður að taka upp dagatalið og plana."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum á ofan. Þar gerir hann ferilinn upp og er það KR eða Stjarnan?

Á ferlinum lék Guðjón með Stjörnunni, KR, GAIS, Halmstad, Nordsjælland og Kerala Blasters. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Hann lék þá fjóra A-landsleiki. Alls skoraði hann 99 mörk í deildarkeppni hér á Íslandi og fjórtán mörk í bikarnum.
Athugasemdir
banner