Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   fim 10. mars 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaui Baldvins: Þurfti að selja mér það margoft að gefast upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón vann tvennuna með KR árið 2011.
Guðjón vann tvennuna með KR árið 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
„Tilfinningin er mjög sérstök en þetta er samt búinn að vera langur aðdragandi. Ég er búinn að vera meiddur í nánast ár og reynt allt en hægt og rólega sætt mig við að ég verð ekki sami leikmaður og ég var."

„Þá var tekin ákvörðun um að hætta,"
sagði Guðjón Baldvinsson, sem lagði skóna á hilluna í vikunni eftir að hafa spilað í meistaraflokki frá árinu 2003.

„Ég þurfti að selja mér það margoft að gefast upp. Tilfinningin að vilja enda með þá minningu að maður gat eitthvað varð ofan á."

Gætiru, vegna meiðslanna, spilað fótbolta aftur?

„Ég gæti aldrei spilað á því „leveli" sem ég myndi vilja spila á. Hnéð virkar ekki eins og það virkaði og það væri bara hættulegt fyrir mig að skemma það meira - upp á restina af lífinu."

„Ég reif upp góðan bita af brjóskinu í hnénu, það var víst á svona þungaberandi stað sem gerir það að verkum að ég missi hnéð undir álagi. Mér líður þá þannig að ég geti slitið krossband ef ég væri á of miklum hraða. Ég treysti ekki hnénu."


Var þetta mikill sársauki þegar þú meiddist?

„Nei, þetta var rosalega skrítið. Það tók langan tíma að finna út hvað þetta var. Ég spilaði í byrjun tímabilsins með þetta en hnéð blés alltaf út. Þegar þetta svo kom í ljós þá var það bara aðgerð sem var sársaukafult en annars er þetta ekki að há mér dags daglega en ég er ekkert að fara á skíði eða neitt svoleiðis."

„Ég hef ekkert farið út að skokka að viti því það kemur þreyta í hnéð. Ég þarf að finna aðrar leiðir - hjóla - og vonandi lagast þetta með árunum, ég veit það ekki. Eins og er þá virkar fótboltinn ekki,"
sagði Gaui.

Hann ætlar að byrja á sig að borga upp tapaðan tíma með fjölskyldunni áður en hann hugsar um mögulega þjálfun eða slíkt. „Helgarfrí og sumarfrí, það er eitthvað sem maður þarf að kynnast. Núna þarf að maður að taka upp dagatalið og plana."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum á ofan. Þar gerir hann ferilinn upp og er það KR eða Stjarnan?

Á ferlinum lék Guðjón með Stjörnunni, KR, GAIS, Halmstad, Nordsjælland og Kerala Blasters. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Hann lék þá fjóra A-landsleiki. Alls skoraði hann 99 mörk í deildarkeppni hér á Íslandi og fjórtán mörk í bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner