Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
banner
   fim 10. mars 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaui Baldvins: Þurfti að selja mér það margoft að gefast upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón vann tvennuna með KR árið 2011.
Guðjón vann tvennuna með KR árið 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
„Tilfinningin er mjög sérstök en þetta er samt búinn að vera langur aðdragandi. Ég er búinn að vera meiddur í nánast ár og reynt allt en hægt og rólega sætt mig við að ég verð ekki sami leikmaður og ég var."

„Þá var tekin ákvörðun um að hætta,"
sagði Guðjón Baldvinsson, sem lagði skóna á hilluna í vikunni eftir að hafa spilað í meistaraflokki frá árinu 2003.

„Ég þurfti að selja mér það margoft að gefast upp. Tilfinningin að vilja enda með þá minningu að maður gat eitthvað varð ofan á."

Gætiru, vegna meiðslanna, spilað fótbolta aftur?

„Ég gæti aldrei spilað á því „leveli" sem ég myndi vilja spila á. Hnéð virkar ekki eins og það virkaði og það væri bara hættulegt fyrir mig að skemma það meira - upp á restina af lífinu."

„Ég reif upp góðan bita af brjóskinu í hnénu, það var víst á svona þungaberandi stað sem gerir það að verkum að ég missi hnéð undir álagi. Mér líður þá þannig að ég geti slitið krossband ef ég væri á of miklum hraða. Ég treysti ekki hnénu."


Var þetta mikill sársauki þegar þú meiddist?

„Nei, þetta var rosalega skrítið. Það tók langan tíma að finna út hvað þetta var. Ég spilaði í byrjun tímabilsins með þetta en hnéð blés alltaf út. Þegar þetta svo kom í ljós þá var það bara aðgerð sem var sársaukafult en annars er þetta ekki að há mér dags daglega en ég er ekkert að fara á skíði eða neitt svoleiðis."

„Ég hef ekkert farið út að skokka að viti því það kemur þreyta í hnéð. Ég þarf að finna aðrar leiðir - hjóla - og vonandi lagast þetta með árunum, ég veit það ekki. Eins og er þá virkar fótboltinn ekki,"
sagði Gaui.

Hann ætlar að byrja á sig að borga upp tapaðan tíma með fjölskyldunni áður en hann hugsar um mögulega þjálfun eða slíkt. „Helgarfrí og sumarfrí, það er eitthvað sem maður þarf að kynnast. Núna þarf að maður að taka upp dagatalið og plana."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum á ofan. Þar gerir hann ferilinn upp og er það KR eða Stjarnan?

Á ferlinum lék Guðjón með Stjörnunni, KR, GAIS, Halmstad, Nordsjælland og Kerala Blasters. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Hann lék þá fjóra A-landsleiki. Alls skoraði hann 99 mörk í deildarkeppni hér á Íslandi og fjórtán mörk í bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner