KR tók á móti ÍBV á Meistaravöllum fyrr í dag. Leikar enduðu 1-1, mark KR skoraði Sigurður Bjartur Hallson. Rúnar Kristinsson mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: KR 1 - 1 ÍBV
„Við verðum bara sáttir við að fá þetta stig, við áttum þetta ekkert skilið. Auðvitað úr því sem komið var, við vorum yfir og lítið eftir þá viltu alveg reyna landa þremur stigum en við lentum undir frá 3. mínútu og út leikinn, við áttum ekkert meira skilið."
ÍBV fékk vítaspyrnu undir lok leiks.
„Ég get ekki dæmt um það héðan. Elli er ofan í þessu en hann dæmir tvær vítaspyrnur sem við getum skoðað ágætlega báðar. Ég held að það séu myndavélar sem geta dæmt um það hvort að það sé eitthvað rétt eða rangt. Breytir því ekki við treystum dómurum fyrir þessu, þeir eru að gera sitt besta. Við þurfum bara að verjast betur, óþarfi að skella skuldinni á einhvern annan."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir