Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fim 10. október 2024 18:31
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ekkert sérlega vel. Þetta voru vonbrigða úrslit. Við gerum vel út á velli og náum að komast í fínar stöður en náum ekki að breyta því í færi. Þeir skora tvö mörk en við höldum áfram að reyna og reyna en þetta var ekki okkar dagur í dag. Segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, eftir 2-0 tap gegn Litháen.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  2 Litáen U21

Íslenska liðið var aldrei líklegt til afreka gegn liði Litháen sem var stigalaust fyrir leik, Ólafur var spurður hvort um vanmat væri að ræða.

„Þetta var alls ekki vanmat. Það sást á leiknum að við vorum yfir í leiknum sjálfum. Það vantaði upp á hjá okkur á síðasta þriðjung og þeir refsuðu okkur all verulega í vörninni sem gerist í alþjóðafótbolta."

EM draumurinn er úti hjá liðinu en Óli tók við í miðri undankeppni og því bara rétt að byrja í starfi.

„Við horfum á leikinn gegn Dönum og svo horfum við á næstu undankeppni síðar. Þetta er mikilvægur leikur enda eru allir landsleikir mikilvægir. Auðvitað hefðum við viljað fara til Danmerkur með eitthvað undir en það er ekki raunin"

Fullur fókus er því hjá liðinu að sýna sitt rétta andlit í Danmörku.

„Það er ekki spurning, Góð frammistaða og úrslit er það sem við viljum sjá."
Athugasemdir
banner
banner