Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 11. júlí 2020 16:52
Sigurður Marteinsson
Jón Sveins: Fannst við byrja ágætlega
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram tapaði sínum fyrsta leik í Lengjudeild karla í dag þegar þeir töpuðu fyrir Leikni á heimavelli, 2-5. Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram var eðlilega nokkuð svekktur í leikslok.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  5 Leiknir R.

„Mér fannst við byrja leikinn ágætlega. Fáum svo á okkur skrítið mark, þarna fyrsta markið og héldum samt áfram að stjórna leiknum fannst mér og fengum einhver tækifæri og möguleika á að búa til eitthvað. Svo skora þeir annað mark og eftir það var þetta bara brekka fyrir okkur. Við svolítið fannst mér lenda undir og á endanum töpuðum við fyrir mjög öflugu Leiknisliði í dag''.

Það vantaði hinn spræka Fred á miðjuna hjá Fram en hann var að glíma við smávægileg meiðsli í dag. Hann hefur verið frábær í byrjun móts og áttu Framarar í talsverðum erfiðleikum með að skapa sér færi og hefur fjarvera hans væntanlega eitthvað með það gera.

„Jú jú alveg klárlega en þetta er bara eins og það er. Það munu verða meiðsli og einhver smá forföll og við vorum með kannski pínu laskað lið í dag. Nokkir frá vegna smávægilegra meiðsla og aðrir tæpir í að spila leikinn. Það er bara þannig. Stutt á milli og lítill tími til að ná sér þannig að maður verður bara að lifa við það''.

Fram á hörkuleik í næstu umferð en þá mæta þeir Grindavík á útivelli. Jóni líst bara vel á þann leik.

„Bara frábært og það er kannski kosturinn við þetta mót að þú hefur ekkert langan tíma til þess að hvorki velta þér upp úr svona tapi eða þá að fagna mikið sigrunum heldur bara kemur strax verkefni og við hljótum að mæta í þann leik staðráðnir í að bæta fyrir þetta og sýna að við séum gott lið''.




Athugasemdir
banner
banner