Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   lau 11. júlí 2020 16:52
Sigurður Marteinsson
Jón Sveins: Fannst við byrja ágætlega
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram tapaði sínum fyrsta leik í Lengjudeild karla í dag þegar þeir töpuðu fyrir Leikni á heimavelli, 2-5. Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram var eðlilega nokkuð svekktur í leikslok.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  5 Leiknir R.

„Mér fannst við byrja leikinn ágætlega. Fáum svo á okkur skrítið mark, þarna fyrsta markið og héldum samt áfram að stjórna leiknum fannst mér og fengum einhver tækifæri og möguleika á að búa til eitthvað. Svo skora þeir annað mark og eftir það var þetta bara brekka fyrir okkur. Við svolítið fannst mér lenda undir og á endanum töpuðum við fyrir mjög öflugu Leiknisliði í dag''.

Það vantaði hinn spræka Fred á miðjuna hjá Fram en hann var að glíma við smávægileg meiðsli í dag. Hann hefur verið frábær í byrjun móts og áttu Framarar í talsverðum erfiðleikum með að skapa sér færi og hefur fjarvera hans væntanlega eitthvað með það gera.

„Jú jú alveg klárlega en þetta er bara eins og það er. Það munu verða meiðsli og einhver smá forföll og við vorum með kannski pínu laskað lið í dag. Nokkir frá vegna smávægilegra meiðsla og aðrir tæpir í að spila leikinn. Það er bara þannig. Stutt á milli og lítill tími til að ná sér þannig að maður verður bara að lifa við það''.

Fram á hörkuleik í næstu umferð en þá mæta þeir Grindavík á útivelli. Jóni líst bara vel á þann leik.

„Bara frábært og það er kannski kosturinn við þetta mót að þú hefur ekkert langan tíma til þess að hvorki velta þér upp úr svona tapi eða þá að fagna mikið sigrunum heldur bara kemur strax verkefni og við hljótum að mæta í þann leik staðráðnir í að bæta fyrir þetta og sýna að við séum gott lið''.




Athugasemdir
banner
banner