Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fim 11. júlí 2024 22:51
Sverrir Örn Einarsson
Ari Steinn: Erum fyrst og fremst að skapa nýtt lið
Lengjudeildin
Ari Steinn Guðmundsson fagnar marki með Keflavík
Ari Steinn Guðmundsson fagnar marki með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Steinn Guðmundsson var að öðrum ólöstuðum besti maður leiksins er Keflavík bar 2-1 sigurorð af Gróttu á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld. Ari sem skoraði fallegt mark í leiknum skapaði auk þess fjölmörg tækifæri fyrir liðsfélaga sína og átti fínasta leik á vængnum í liði Keflavíkur. Ari var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Grótta

„Fyrst og fremst mjög gott að ná þremur stigum, Við erum búnir að vera í brasi að ná sigrum í sumar þannig að það er virkilega ljúft að ná sigri hér heima.“ Sagði Ari um tilfinninguna að leik loknum.

Ari skoraði sem fyrr segir gott mark í leiknum í kvöld með skot fyrir utan teig eftir laglegt samspil við Sami Kamel. Vissi hann það strax að boltinn var á leið í netið?

„Já Sami lagði hann vel fyrir þannig að ég tók bara af skarið og negldi honum bara.“

Bæði mörk Keflavíkur í kvöld komu úr skotum fyrir utan teig en þess utan fékk liðið fjölmörg dauðafæri í teignum til að bæta við mörkum sem þó nýttust ekki. Hvað þarf liðið að gera til að nýta þau?

„Ég veit það ekki, við erum allavega að koma okkur í færi. Við erum því að gera eitthvað gott og þurfum að halda áfram að koma okkur í þessi færi.“

Keflavíkurliðinu var spáð þriðja sæti deildarinnar fyrir mót og reiknuðu flestir með að þeir ættu nokkuð greiða leið í umspil. Staða liðsins nú er þó sú að liðið má illa við tapa stigum ætli það sér að vera með í baráttunni. Er það staðreynd sem liðið er vel meðvitað um?

„Það er engin sérstök krafa hjá stjórninni að fara upp en ef við gerum það þá er það bara stór plús fyrir okkur. Við erum fyrst og fremst að skapa nýtt lið og reyna að spila góðan fótbolta.“

Sagði Ari en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner