Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   fim 11. júlí 2024 22:51
Sverrir Örn Einarsson
Ari Steinn: Erum fyrst og fremst að skapa nýtt lið
Lengjudeildin
Ari Steinn Guðmundsson fagnar marki með Keflavík
Ari Steinn Guðmundsson fagnar marki með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Steinn Guðmundsson var að öðrum ólöstuðum besti maður leiksins er Keflavík bar 2-1 sigurorð af Gróttu á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld. Ari sem skoraði fallegt mark í leiknum skapaði auk þess fjölmörg tækifæri fyrir liðsfélaga sína og átti fínasta leik á vængnum í liði Keflavíkur. Ari var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Grótta

„Fyrst og fremst mjög gott að ná þremur stigum, Við erum búnir að vera í brasi að ná sigrum í sumar þannig að það er virkilega ljúft að ná sigri hér heima.“ Sagði Ari um tilfinninguna að leik loknum.

Ari skoraði sem fyrr segir gott mark í leiknum í kvöld með skot fyrir utan teig eftir laglegt samspil við Sami Kamel. Vissi hann það strax að boltinn var á leið í netið?

„Já Sami lagði hann vel fyrir þannig að ég tók bara af skarið og negldi honum bara.“

Bæði mörk Keflavíkur í kvöld komu úr skotum fyrir utan teig en þess utan fékk liðið fjölmörg dauðafæri í teignum til að bæta við mörkum sem þó nýttust ekki. Hvað þarf liðið að gera til að nýta þau?

„Ég veit það ekki, við erum allavega að koma okkur í færi. Við erum því að gera eitthvað gott og þurfum að halda áfram að koma okkur í þessi færi.“

Keflavíkurliðinu var spáð þriðja sæti deildarinnar fyrir mót og reiknuðu flestir með að þeir ættu nokkuð greiða leið í umspil. Staða liðsins nú er þó sú að liðið má illa við tapa stigum ætli það sér að vera með í baráttunni. Er það staðreynd sem liðið er vel meðvitað um?

„Það er engin sérstök krafa hjá stjórninni að fara upp en ef við gerum það þá er það bara stór plús fyrir okkur. Við erum fyrst og fremst að skapa nýtt lið og reyna að spila góðan fótbolta.“

Sagði Ari en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner