Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
   fim 11. júlí 2024 22:51
Sverrir Örn Einarsson
Ari Steinn: Erum fyrst og fremst að skapa nýtt lið
Lengjudeildin
Ari Steinn Guðmundsson fagnar marki með Keflavík
Ari Steinn Guðmundsson fagnar marki með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Steinn Guðmundsson var að öðrum ólöstuðum besti maður leiksins er Keflavík bar 2-1 sigurorð af Gróttu á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld. Ari sem skoraði fallegt mark í leiknum skapaði auk þess fjölmörg tækifæri fyrir liðsfélaga sína og átti fínasta leik á vængnum í liði Keflavíkur. Ari var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Grótta

„Fyrst og fremst mjög gott að ná þremur stigum, Við erum búnir að vera í brasi að ná sigrum í sumar þannig að það er virkilega ljúft að ná sigri hér heima.“ Sagði Ari um tilfinninguna að leik loknum.

Ari skoraði sem fyrr segir gott mark í leiknum í kvöld með skot fyrir utan teig eftir laglegt samspil við Sami Kamel. Vissi hann það strax að boltinn var á leið í netið?

„Já Sami lagði hann vel fyrir þannig að ég tók bara af skarið og negldi honum bara.“

Bæði mörk Keflavíkur í kvöld komu úr skotum fyrir utan teig en þess utan fékk liðið fjölmörg dauðafæri í teignum til að bæta við mörkum sem þó nýttust ekki. Hvað þarf liðið að gera til að nýta þau?

„Ég veit það ekki, við erum allavega að koma okkur í færi. Við erum því að gera eitthvað gott og þurfum að halda áfram að koma okkur í þessi færi.“

Keflavíkurliðinu var spáð þriðja sæti deildarinnar fyrir mót og reiknuðu flestir með að þeir ættu nokkuð greiða leið í umspil. Staða liðsins nú er þó sú að liðið má illa við tapa stigum ætli það sér að vera með í baráttunni. Er það staðreynd sem liðið er vel meðvitað um?

„Það er engin sérstök krafa hjá stjórninni að fara upp en ef við gerum það þá er það bara stór plús fyrir okkur. Við erum fyrst og fremst að skapa nýtt lið og reyna að spila góðan fótbolta.“

Sagði Ari en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner