Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   sun 11. ágúst 2024 22:52
Sölvi Haraldsson
Skýrslunni breytt rétt fyrir leik - „Liðsstjórinn okkar er í útlöndum“
Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, kom ekki nálægt skýrslugerðinni.
Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, kom ekki nálægt skýrslugerðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Már var oft sparkaður niður í dag.
Kjartan Már var oft sparkaður niður í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Laxdal steig oft úr varnarlínunni og upp í sóknarlínuna í dag.
Daníel Laxdal steig oft úr varnarlínunni og upp í sóknarlínuna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég var mjög ánægður með okkar leik. Í fyrri hálfleik kom bara eitt lið til þess að spila fótbolta. Þeir stigu síðan upp og voru góðir í seinni og jafn leikur þar. Ég er samt ánægður með liðið. Það var mikill andi í liðinu og við vorum flottir.“ sagði Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-2 jafntefli við Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Breiðablik

Kom þetta Stjörnumönnum á óvart hversu passíft Blikaliðið var í fyrri hálfleiknum?

Nei við áttum von á þessu. Við undirbjuggum okkur fyrir það að þeir myndu bara sitja til baka og gera fáeinar tilraunir til að pressa. Þannig nei það kom ekki á óvart.

Jökull segir að það hafi allt of oft verið sparkað Kjartan Má niður án afleiðinga.

Mér fannst eins og Kjartan var tekinn niður en ég sá það ekki alveg. En það mátti taka Kjartan ansi oft niður í dag. Þetta var bara eitt af þeim sjö átta skiptum þar sem hann var tekinn niður og yfirleitt ekkert dæmt. Hitt fór í hendina en ég sá ekki hvað gerðist á undan.“

Stjarnan skilaði inn skýrslu klukkutíma fyrir leik eins og öll lið gera. Nema þegar stutt var í leik tók undirritaður eftir því að það væri búið að breyta skýrslunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Stjarnan gerir þetta.

Ég bara veit ekki hvernig liðinu var stillt upp á einhverri fyrri skýrslu. Liðstjórinn okkar er í útlöndum að gera þetta þaðan, ég bara þekki það ekki.“

Stjörnumenn vildu rautt spjald á Viktor Örn rétt áður en Blikar jafna leikinn.

Ég sá það þannig að það er tvennt í stöðunni. Það er að gera ekki neitt og það er að dæma á þetta og þá er þetta rautt spjald. Það er mannlegt eðli að fara auðveldu leiðina þegar þú ert með tvo valkosti. Langflestir kjósa að fara auðveldu leiðina eins og í þessu atviki en ég á eftir að skoða það betur. Þeir segja að Örvar hafi brotið fyrst. Ég held að þetta hafi bara verið í samræmi við margt sem var í gangi í leiknum í dag.

Jökull var ekki ánægður með dómgæsluna og kallar hana í besta falli vafasama.

Það var bara annað liðið sem fékk bara 8 eða 9 gul spjöld í ekki mjög góðum leik og hún var í besta falli vafasöm.“

Daníel Laxdal, hafsent Stjörnunnar, var mikið að stíga upp úr varnarlínu liðsins og í sóknarlínuna. Það vakti athygli í vetur að þá gerðu Stjörnumenn þetta í leik gegn KR sem skapaði mikla umfjöllun um þetta.

Við gerðum það í einum leik í vetur sem vakkti vissulega mikla athygli en það er margt í þessu. Það eru allskonar pælingar á bakvið þetta. Eitt af því er bara að ýta okkur sjálfum úr þægindarammanum. Ofan á það eru allskonar möguleikar sem þetta bíður upp á. Þetta er bara skemmtilegt. Við höfum gaman af því sem við erum að gera en það verður að meika sens. Þetta meikaði sens þannig þar að leiðandi prófuðum við það.“ sagði Jökull.

Jökull sagði við undirritaðan eftir viðtalið að Mathias Rosenörn, markmaður Stjörnunnar, hafi meiðst úti í Eistlandi en það er ekki alvarlegt og því stutt í endurkomu hans.

Viðtalið við Jökul í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner