Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 11. október 2018 13:52
Hafliði Breiðfjörð
Sam Hewson: Fylkir er rétta félagið fyrir mig
Sam Hewson eftir undirskriftina í dag.
Sam Hewson eftir undirskriftina í dag.
Mynd: Aðsend
„Miðað við tilfinninguna sem ég fékk eftir samtöl mín við stjórnina og alla hjá félaginu finn ég að þetta er metnaðarfullt félag og rétta félagið fyrir mig," sagði Sam Hewson sem í dag gekk í raðir Fylkis frá Grindavík.

„Það voru mörg félög sem sýndu mér áhuga en Fylkir sýndi mér langmestan áhuga og því fannst mér þetta réttu skiptin fyrir mig. Ég er virkilega ánægður með þetta."

Hewson hefur undanfarin ár leikið með Grindavík en í lok tímabilsins varð ljóst að hann væri að hætta hjá félaginu. Srdjan Tufegdzic tók við liðinu af Óla Stefán Flóventsyni og ræddi við hann.

„Ég naut þess að vera í Grindavík og talaði við stjórann þar fyrir komandi tímabil en metnaður okkar lá ekki saman svo ég ákvað að færa mig um set og leita að annarri áskorun," sagði Hewson.

Ef stöðutaflan væri tekin saman bara fyrir síðustu sex umferðir Íslandsmótsins í sumar þá hefði Fylkir endað á toppi deildarinnnar. Hewson vissi af þessu og vill halda áfram að byggja ofan á það.

„Það hafa nokkrir sagt mér frá þessari tölfræði, í lok tímabilsins var liðið að spila virkilega vel og vonandi getum við gert það sama á næstu leiktíð," sagði Hewson en nánar er rætt við hann í sjónvarpin hér að ofan en þar ræðir hann veru sína á Íslandi en hann kom fyrst hingað árið 2011 til að spila fyrir Fram, fór svo í FH, þá Grindavík og nú Fylki.

„Ég held að Ísland muni ekki losna við mig héðan af. Ég er kominn hingað til að vera til framtíðar. Mér líkar mjög vel á Íslandi og ánægður með að vera hérna áfram," sagði hann.
Athugasemdir
banner