Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 12. júlí 2024 20:15
Anton Freyr Jónsson
Ingibjörg beðið lengi - „Var gráti nær að fagna þessu"
Icelandair
Ingibjörg fagnar markinu í kvöld.
Ingibjörg fagnar markinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska kvennalandsliðið í fótbota vann Þýskaland í sögufrægum leik á Laugardalsvelli í dag og tryggði liðið sér farseðil á Evrópumótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. 

„Lengstu 90 mínútur sem ég hef á ævinni spilað en ótrúlega gaman á sama tíma og sýndum allar ótrúlegan mikið karakter í dag og sýndum hvað við vildum þetta mikið og smá leiðinlegt að þetta sé búið." sagði Ingibjörg Sigurðardóttir varnarmaður Íslands eftir þennan sögufræga sigur á Laugardalsvelli í dag.


Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sitt fyrsta mark með landsliðinu þegar hún kom Íslandi yfir eftir hornspyrnu frá Karólínu Leu strax á þrettándu mínútu leiksins.

„Ég get eiginlega ekki lýst því, búin að bíða eftir þessu ótrúlega lengi og var bara gráti nær þarna að fagna þessu og ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu."


„Ég hef alveg verið að skora mikið með félagsliðum og það hefur verið svona minn styrkleiki en hef ekki verið að skora með landsliðinu og auðvitað setur maður pressu á sjálfan sig og vill skora og auðvitað var fagnað, þetta var stórt!"

Stemmingin á Laugardalsvelli í dag var frábær og var vel mætt í stúkuna og mikil læti en stelpur frá símamótinu sem haldið er í Kópavogi núna þessa dagana var boðið á völlinn í boði KSÍ.

„Nei þetta var bara sturlað og ógeðslega gaman að sjá þessar litlu stelpur í stúkunni, þær eru ekki bara að horfa heldur að láta heyra í sér og við töluðum um það fyrir leikinn að við vildum spila fyrir þessar stelpur og við höfum allar verið í þeirra sporum að spila á Símamótinu og láta okkur dreyma þannig þetta var fyrir þær."


Athugasemdir
banner