Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fös 12. júlí 2024 20:15
Anton Freyr Jónsson
Ingibjörg beðið lengi - „Var gráti nær að fagna þessu"
Icelandair
Ingibjörg fagnar markinu í kvöld.
Ingibjörg fagnar markinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska kvennalandsliðið í fótbota vann Þýskaland í sögufrægum leik á Laugardalsvelli í dag og tryggði liðið sér farseðil á Evrópumótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. 

„Lengstu 90 mínútur sem ég hef á ævinni spilað en ótrúlega gaman á sama tíma og sýndum allar ótrúlegan mikið karakter í dag og sýndum hvað við vildum þetta mikið og smá leiðinlegt að þetta sé búið." sagði Ingibjörg Sigurðardóttir varnarmaður Íslands eftir þennan sögufræga sigur á Laugardalsvelli í dag.


Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sitt fyrsta mark með landsliðinu þegar hún kom Íslandi yfir eftir hornspyrnu frá Karólínu Leu strax á þrettándu mínútu leiksins.

„Ég get eiginlega ekki lýst því, búin að bíða eftir þessu ótrúlega lengi og var bara gráti nær þarna að fagna þessu og ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu."


„Ég hef alveg verið að skora mikið með félagsliðum og það hefur verið svona minn styrkleiki en hef ekki verið að skora með landsliðinu og auðvitað setur maður pressu á sjálfan sig og vill skora og auðvitað var fagnað, þetta var stórt!"

Stemmingin á Laugardalsvelli í dag var frábær og var vel mætt í stúkuna og mikil læti en stelpur frá símamótinu sem haldið er í Kópavogi núna þessa dagana var boðið á völlinn í boði KSÍ.

„Nei þetta var bara sturlað og ógeðslega gaman að sjá þessar litlu stelpur í stúkunni, þær eru ekki bara að horfa heldur að láta heyra í sér og við töluðum um það fyrir leikinn að við vildum spila fyrir þessar stelpur og við höfum allar verið í þeirra sporum að spila á Símamótinu og láta okkur dreyma þannig þetta var fyrir þær."


Athugasemdir
banner