Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
banner
   sun 13. apríl 2025 22:07
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Breiðabliks töpuðu 4-2 fyrir Fram í kvöld eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Fótbota.net og var spurður hvað hefði farið úrskeiðis?

Lestu um leikinn: Fram 4 -  2 Breiðablik

„Bara hrun. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik, skoruðum tvö góð mörk og hefðum getað skorað fleiri. Undir lok hálfleiksins voru þeir mjög aggressífir, það var stórfurðuleg lína í leiknum og þeir komust upp með mörg ljót og leiðinleg brot. En við getum ekki stýrt því. Við fengum hálfleikinn 2-0 yfir til að búa okkur undir það sem væri í vændum en svöruðum þeim aldrei almennilega. Þeir voru búnir að fá að berja á okkur allan seinni hálfleikinn án þess að við svöruðum því," segir Halldór.

Kom upp kæruleysi í Breiðabliksliðinu tveimur mörkum yfir?

„Ég veit það ekki, það á ekki að vera. Mér fannst aðallega hugarfarið lélegt þegar þeir fóru að berja á okkur. Því miður. Þessi leikur var stórfurðulega dæmdur og ég skildi ekkert hvað var að gerast en það hafði ekki áhrif á úrslitin. Við vorum sjálfum okkur verstir."

Er það skellur fyrir Breiðablik að tapa þessum leik?

„Nei nei, það er leiðinlegt að tapa. Þú getur tapað á ýmsan hátt og það er ömurlegt að tapa svona. Þetta hrærir andlega, þeir hlupu yfir okkur og börðu á okkur og það er óþolandi. Þetta er svekkjandi en enginn skellur, lífið heldur bara áfram. V"


Athugasemdir
banner
banner