Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   sun 13. apríl 2025 22:07
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Breiðabliks töpuðu 4-2 fyrir Fram í kvöld eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Fótbota.net og var spurður hvað hefði farið úrskeiðis?

Lestu um leikinn: Fram 4 -  2 Breiðablik

„Bara hrun. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik, skoruðum tvö góð mörk og hefðum getað skorað fleiri. Undir lok hálfleiksins voru þeir mjög aggressífir, það var stórfurðuleg lína í leiknum og þeir komust upp með mörg ljót og leiðinleg brot. En við getum ekki stýrt því. Við fengum hálfleikinn 2-0 yfir til að búa okkur undir það sem væri í vændum en svöruðum þeim aldrei almennilega. Þeir voru búnir að fá að berja á okkur allan seinni hálfleikinn án þess að við svöruðum því," segir Halldór.

Kom upp kæruleysi í Breiðabliksliðinu tveimur mörkum yfir?

„Ég veit það ekki, það á ekki að vera. Mér fannst aðallega hugarfarið lélegt þegar þeir fóru að berja á okkur. Því miður. Þessi leikur var stórfurðulega dæmdur og ég skildi ekkert hvað var að gerast en það hafði ekki áhrif á úrslitin. Við vorum sjálfum okkur verstir."

Er það skellur fyrir Breiðablik að tapa þessum leik?

„Nei nei, það er leiðinlegt að tapa. Þú getur tapað á ýmsan hátt og það er ömurlegt að tapa svona. Þetta hrærir andlega, þeir hlupu yfir okkur og börðu á okkur og það er óþolandi. Þetta er svekkjandi en enginn skellur, lífið heldur bara áfram. V"


Athugasemdir