Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 13. apríl 2025 20:24
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull um bróður sinn: Djöfulsins skepna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Andrésson markvörður Aftureldingar var sáttur með stigið í dag þegar þeir gerðu 0-0 jafntefli við ÍBV.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 ÍBV

„Við getum bara verið sáttir með það. Ég hefði persónulega viljað vinna þennan leik. Þetta var okkar leikur til að vinna en ég er gríðarlega sáttur persónulega og fyrir vörnina að halda hreinu laki. Það er eitthvað sem við þurfum að byggja á og nú bara þurfum við að fara dæla inn mörkunum."

Jökull átti eina mjög góða vörslu þegar Alex Freyr átti frábært skot sem var á leiðinni inn. Það var munurinn í dag milli þess að Afturelding tapaði ekki leiknum.

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég er inná. Það er til að hjálpa liðinu mínu í þessum aðstæðum og vonandi er ég að fara hjálpa liðinu mínu eins mikið og ég get í framtíðinni."

Axel Óskar Andrésson leikmaður Aftureldingar og bróðir Jökuls fékk vont höfuðhögg í uppbótartíma seinni hálfleiksins og þurfti að fara af velli.

„Ég held hann sé kominn með skurð á hausinn. Hann er að fara upp á slysó núna, ég ætla að drífa mig í sturtu og fara að kíkja á hann. Djöfulsins skepna maður, hann þarf ekki alltaf að gera þetta en svona er hann bara og það er ástæðan af hverju ég elska hann. Við sjáum bara hvernig þetta er þegar ég kíki upp á slysó eftir smá."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner