Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   sun 13. apríl 2025 20:24
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull um bróður sinn: Djöfulsins skepna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Andrésson markvörður Aftureldingar var sáttur með stigið í dag þegar þeir gerðu 0-0 jafntefli við ÍBV.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 ÍBV

„Við getum bara verið sáttir með það. Ég hefði persónulega viljað vinna þennan leik. Þetta var okkar leikur til að vinna en ég er gríðarlega sáttur persónulega og fyrir vörnina að halda hreinu laki. Það er eitthvað sem við þurfum að byggja á og nú bara þurfum við að fara dæla inn mörkunum."

Jökull átti eina mjög góða vörslu þegar Alex Freyr átti frábært skot sem var á leiðinni inn. Það var munurinn í dag milli þess að Afturelding tapaði ekki leiknum.

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég er inná. Það er til að hjálpa liðinu mínu í þessum aðstæðum og vonandi er ég að fara hjálpa liðinu mínu eins mikið og ég get í framtíðinni."

Axel Óskar Andrésson leikmaður Aftureldingar og bróðir Jökuls fékk vont höfuðhögg í uppbótartíma seinni hálfleiksins og þurfti að fara af velli.

„Ég held hann sé kominn með skurð á hausinn. Hann er að fara upp á slysó núna, ég ætla að drífa mig í sturtu og fara að kíkja á hann. Djöfulsins skepna maður, hann þarf ekki alltaf að gera þetta en svona er hann bara og það er ástæðan af hverju ég elska hann. Við sjáum bara hvernig þetta er þegar ég kíki upp á slysó eftir smá."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner