Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
banner
   fös 13. maí 2022 21:40
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári: Þetta var gull af sendingu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir og Fylkir gerðu jafntefli í Safamýri í kvöld þar sem Kórdrengir voru mun betri í fyrri hálfleik en leikur Fylkis batnaði mikið eftir hlé og jafntefli niðurstaðan.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 -  1 Fylkir

„Þetta var leikur tveggja hálfleika. Við vorum töluvert betri í fyrri hálfleiknum. Heilt yfir er ég ekkert gríðarlega sáttur við jafntefli, ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, eftir leikinn.

Fylkismenn jöfnuðu eftir markmannsmistök.

„Ég stend hinumegin á vellinum og sá þetta ekki. Ég verð að skoða þetta," sagði Davíð.

Spánverjinn Iosu Villar sem kom til Kórdrengja fyrir tímabilið átti mjög góðan leik á miðjunni en stoðsending hans í marki Kórdrengja var frábær.

„Þetta var gull af sendingu. Hann þarf að venjast íslenskum fótbolta aftur og hefur þurft tvo til þrjá leiki til að finna sig. Hann steig upp í dag, mér fannst hann frábær og sérstaklega í fyrri hálfleik. Sendingin er eitthvað sem sést ekki í þessari deild."

Daði Bergsson meiddist í Boganum í fyrstu umferð, hvernig er staðan á honum?

„Mjög jákvæðar fréttir í dag. Þetta er smá trosnun og beinmar, en hvað það er í tíma veit ég ekki," sagði Davíð Smári.
Athugasemdir
banner