Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   þri 14. júlí 2020 20:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrea Mist: Mögulega það erfiðasta sem ég hef gert á ferlinum
Kvenaboltinn
Andrea mætti í FH treyjunni á Þórsvöll í kvöld.
Andrea mætti í FH treyjunni á Þórsvöll í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Jákvæð og gríðarlega mikilvægt að fá þessi þrjú stig en satt að segja mögulega það erfiðasta sem ég hef gert á ferlinum. Ég var með tár í augunum frá fyrstu mínútu og það sást augljóslega," sagði Andrea Mist Pálsdóttir, leikmaður FH, eftir sigur á Þór/KA í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

Andrea Mist er uppalin í Þór/KA og hafði leikið allan sinn feril með félaginu áður en hún gerði fyrst félagaskipti til Ítalíu í vetur og svo í kjölfarið gekk hún í raðir FH fyrir þessa leiktíð. Hvernig var að koma á Þórsvöll og hefja leik í hvítri treyju?

„Taugarnar voru gríðarlega miklar og ég átti mjög erfitt með að vera í takt við lífið ef ég get orðað það þannig. Ég var það gríðarlega stressuð að ég titraði og var næstum búin að biðja um skiptingu í hálfleik."

Var Andrea búin að bíða lengi eftir þessari heimkomu?

„Já, en ég get ekki sagt það sé vegna spennu heldur er það stress og hnútur maganum. Ég elska þenann völl og þetta eru allt bestu vinkonur mínar í hinu liðinu. Þetta var gríðarlega erfitt en ég er gríðarlega stolt af FH liðinu mínu í dag."

Andrea þekkir vel að fá þrjú stig með Þór/KA á Þórsvelli en upplifði það í nýrri treyju í dag.

„Það er mjög skrítið. Ég setti Hörpu [Jóhannsdóttur], markvörð Þór/KA í erfiða stöðu í markinu og átti erfitt með að fagna og gat ekki gert sjálfri mér og þeim það en ég er ánægð."

Þetta voru fyrstu stig FH í sumar og Andrea sagði það mikin létti og ræðir það frekar í spilaranum hér að ofan. Einnig var hún spurð út í og sagði frá matarboði hjá foreldrum sínum en móðir Andreu var spurð í hálfleik með hvaða liði hún héldi.
Athugasemdir
banner
banner