Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   þri 14. júlí 2020 20:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrea Mist: Mögulega það erfiðasta sem ég hef gert á ferlinum
Kvenaboltinn
Andrea mætti í FH treyjunni á Þórsvöll í kvöld.
Andrea mætti í FH treyjunni á Þórsvöll í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Jákvæð og gríðarlega mikilvægt að fá þessi þrjú stig en satt að segja mögulega það erfiðasta sem ég hef gert á ferlinum. Ég var með tár í augunum frá fyrstu mínútu og það sást augljóslega," sagði Andrea Mist Pálsdóttir, leikmaður FH, eftir sigur á Þór/KA í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

Andrea Mist er uppalin í Þór/KA og hafði leikið allan sinn feril með félaginu áður en hún gerði fyrst félagaskipti til Ítalíu í vetur og svo í kjölfarið gekk hún í raðir FH fyrir þessa leiktíð. Hvernig var að koma á Þórsvöll og hefja leik í hvítri treyju?

„Taugarnar voru gríðarlega miklar og ég átti mjög erfitt með að vera í takt við lífið ef ég get orðað það þannig. Ég var það gríðarlega stressuð að ég titraði og var næstum búin að biðja um skiptingu í hálfleik."

Var Andrea búin að bíða lengi eftir þessari heimkomu?

„Já, en ég get ekki sagt það sé vegna spennu heldur er það stress og hnútur maganum. Ég elska þenann völl og þetta eru allt bestu vinkonur mínar í hinu liðinu. Þetta var gríðarlega erfitt en ég er gríðarlega stolt af FH liðinu mínu í dag."

Andrea þekkir vel að fá þrjú stig með Þór/KA á Þórsvelli en upplifði það í nýrri treyju í dag.

„Það er mjög skrítið. Ég setti Hörpu [Jóhannsdóttur], markvörð Þór/KA í erfiða stöðu í markinu og átti erfitt með að fagna og gat ekki gert sjálfri mér og þeim það en ég er ánægð."

Þetta voru fyrstu stig FH í sumar og Andrea sagði það mikin létti og ræðir það frekar í spilaranum hér að ofan. Einnig var hún spurð út í og sagði frá matarboði hjá foreldrum sínum en móðir Andreu var spurð í hálfleik með hvaða liði hún héldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner