Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   sun 14. ágúst 2022 18:57
Hafliði Breiðfjörð
Matti: Leikmenn, þjálfarar og stjórn þurfa að gera betur
Matthías Vilhjálmsson fyrirliði FH.
Matthías Vilhjálmsson fyrirliði FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Ömurlegt, það er til háborinnar skammar hvernig við komum út í leikinn þó við höfum rætt það 100 sinnum," sagði Matthías Vilhjálmsson fyrirliði FH eftir 4 -1 tap gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 FH

„Við vissum alveg hvað ÍBV var að fara að gera og þetta var gríðarlega svekkjandi. Ef þú lítur heilt yfir á færin þá er þetta eiginlega jafn leikur en við gefum þeim leikinn í fyrri hálfleik og það er hrikalegt."

Eiður Smári var búinn að tala um það í vikunni að þið væruð að fara í stríð en það sást ekkert á liðinu?

„Nei, það er eins og það hafi ekki verið kveikt á okkur fyrstu 20 mínúturnar. Þetta er fullorðins fótbolti og við þurfum að skilja hvaðða stöðu við erum komnir í. Við erum búnir að koma félaginu í rosalega erfiða stöðu og höfum verið vægast sagt lélegir undanfarið. Við vorum að vonast til að leikurinn gegn Kórdrengjum hefði gefið okkur jákvæðni en við erum á botninum og eigum það skilið eins og staðan er núna."

Eiður Smári sagði mér að spyrja þig að því, er hann ekki að ná til ykkar?

„Þetta var allavega ekki að þjálfaranna hálfu, þeir eru búnir að tala um þetta alla vikuna. Leikmannahópurinn verður að taka þetta á sig og ég sem fyrirliði verð að gera það. Við þurfum að standa í lappirnar. Eyjamenn voru mjög direct og vissu að boltinn myndi stoppa í þurru grasinu og voru fyrstir í alla seinni bolta og svo skora þeir, fá víti og markið kemur upp úr direct leikstíl sem þeir gera mjög vel og verðskulduðu forystu í fyrr hálfleik. Við hefðum kannski geta minnkað muninn í 3-2 og kreist eitthvað úr þessu en heilt yfir vinna þeir fyllilega verðskuldað."

Afhverju er staðan hjá FH svona í dag?

„Það er markþætt, við höfum verið lélegir, eldri leikmenn ekki að skila sínu og við erum með gríðarlega marga unga í leikmannahópnum. Það þurfa allir í félaginu að gera betur, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða stjórnin. Félagið er með meiri væntingar en þetta og við þurfum að berjast fyrir lífi okkar í deildinni.

Ertu ánægður með sjálfan þig?

„Nei, ef það er einhver í FH liðinu ánægður með sjálfan sig þá þarf hann að líta aftur í spegil en ég er það alls ekki."'

Nánar er rætt við Matthías í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner