Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 14. ágúst 2022 18:57
Hafliði Breiðfjörð
Matti: Leikmenn, þjálfarar og stjórn þurfa að gera betur
Matthías Vilhjálmsson fyrirliði FH.
Matthías Vilhjálmsson fyrirliði FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Ömurlegt, það er til háborinnar skammar hvernig við komum út í leikinn þó við höfum rætt það 100 sinnum," sagði Matthías Vilhjálmsson fyrirliði FH eftir 4 -1 tap gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 FH

„Við vissum alveg hvað ÍBV var að fara að gera og þetta var gríðarlega svekkjandi. Ef þú lítur heilt yfir á færin þá er þetta eiginlega jafn leikur en við gefum þeim leikinn í fyrri hálfleik og það er hrikalegt."

Eiður Smári var búinn að tala um það í vikunni að þið væruð að fara í stríð en það sást ekkert á liðinu?

„Nei, það er eins og það hafi ekki verið kveikt á okkur fyrstu 20 mínúturnar. Þetta er fullorðins fótbolti og við þurfum að skilja hvaðða stöðu við erum komnir í. Við erum búnir að koma félaginu í rosalega erfiða stöðu og höfum verið vægast sagt lélegir undanfarið. Við vorum að vonast til að leikurinn gegn Kórdrengjum hefði gefið okkur jákvæðni en við erum á botninum og eigum það skilið eins og staðan er núna."

Eiður Smári sagði mér að spyrja þig að því, er hann ekki að ná til ykkar?

„Þetta var allavega ekki að þjálfaranna hálfu, þeir eru búnir að tala um þetta alla vikuna. Leikmannahópurinn verður að taka þetta á sig og ég sem fyrirliði verð að gera það. Við þurfum að standa í lappirnar. Eyjamenn voru mjög direct og vissu að boltinn myndi stoppa í þurru grasinu og voru fyrstir í alla seinni bolta og svo skora þeir, fá víti og markið kemur upp úr direct leikstíl sem þeir gera mjög vel og verðskulduðu forystu í fyrr hálfleik. Við hefðum kannski geta minnkað muninn í 3-2 og kreist eitthvað úr þessu en heilt yfir vinna þeir fyllilega verðskuldað."

Afhverju er staðan hjá FH svona í dag?

„Það er markþætt, við höfum verið lélegir, eldri leikmenn ekki að skila sínu og við erum með gríðarlega marga unga í leikmannahópnum. Það þurfa allir í félaginu að gera betur, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða stjórnin. Félagið er með meiri væntingar en þetta og við þurfum að berjast fyrir lífi okkar í deildinni.

Ertu ánægður með sjálfan þig?

„Nei, ef það er einhver í FH liðinu ánægður með sjálfan sig þá þarf hann að líta aftur í spegil en ég er það alls ekki."'

Nánar er rætt við Matthías í spilaranum að ofan.


Athugasemdir