Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   sun 14. ágúst 2022 18:57
Hafliði Breiðfjörð
Matti: Leikmenn, þjálfarar og stjórn þurfa að gera betur
Matthías Vilhjálmsson fyrirliði FH.
Matthías Vilhjálmsson fyrirliði FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Ömurlegt, það er til háborinnar skammar hvernig við komum út í leikinn þó við höfum rætt það 100 sinnum," sagði Matthías Vilhjálmsson fyrirliði FH eftir 4 -1 tap gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 FH

„Við vissum alveg hvað ÍBV var að fara að gera og þetta var gríðarlega svekkjandi. Ef þú lítur heilt yfir á færin þá er þetta eiginlega jafn leikur en við gefum þeim leikinn í fyrri hálfleik og það er hrikalegt."

Eiður Smári var búinn að tala um það í vikunni að þið væruð að fara í stríð en það sást ekkert á liðinu?

„Nei, það er eins og það hafi ekki verið kveikt á okkur fyrstu 20 mínúturnar. Þetta er fullorðins fótbolti og við þurfum að skilja hvaðða stöðu við erum komnir í. Við erum búnir að koma félaginu í rosalega erfiða stöðu og höfum verið vægast sagt lélegir undanfarið. Við vorum að vonast til að leikurinn gegn Kórdrengjum hefði gefið okkur jákvæðni en við erum á botninum og eigum það skilið eins og staðan er núna."

Eiður Smári sagði mér að spyrja þig að því, er hann ekki að ná til ykkar?

„Þetta var allavega ekki að þjálfaranna hálfu, þeir eru búnir að tala um þetta alla vikuna. Leikmannahópurinn verður að taka þetta á sig og ég sem fyrirliði verð að gera það. Við þurfum að standa í lappirnar. Eyjamenn voru mjög direct og vissu að boltinn myndi stoppa í þurru grasinu og voru fyrstir í alla seinni bolta og svo skora þeir, fá víti og markið kemur upp úr direct leikstíl sem þeir gera mjög vel og verðskulduðu forystu í fyrr hálfleik. Við hefðum kannski geta minnkað muninn í 3-2 og kreist eitthvað úr þessu en heilt yfir vinna þeir fyllilega verðskuldað."

Afhverju er staðan hjá FH svona í dag?

„Það er markþætt, við höfum verið lélegir, eldri leikmenn ekki að skila sínu og við erum með gríðarlega marga unga í leikmannahópnum. Það þurfa allir í félaginu að gera betur, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða stjórnin. Félagið er með meiri væntingar en þetta og við þurfum að berjast fyrir lífi okkar í deildinni.

Ertu ánægður með sjálfan þig?

„Nei, ef það er einhver í FH liðinu ánægður með sjálfan sig þá þarf hann að líta aftur í spegil en ég er það alls ekki."'

Nánar er rætt við Matthías í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner