Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. maí 2021 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hodgson: Yrði gífurlega erfitt að skilja Grealish eftir heima
Mynd: Getty Images
Roy Hadgson, stjóri Crystal Palace, tjáði sig um enska landsliðsmanninn Jack Grealish á blaðamannafundi fyrir leik Crystal Palace og Aston Villa á morgun. Hodgson segir að það yrði erfitt að velja Grealish ekki í landsliðshópinn þegar England heldur á EM í sumar. Grealish valdi á sínum tíma að spila með Englandi fram yfir að spila með írska landsliðinu.

Grealish sneri til baka eftir þriggja mánaða fjarveru þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Everton á fimmtudag. EM hefst eftir mánuð.

„Það var lukkulegt augnablik þegar Jack ákvað að spila með Englandi," saðgi Hodgson sem eftirminnilega er fyrrum landsliðsþjálfari Englands.

„Síðan þá hefur Grealish þroskast og bætt sig gífurlega sem leikmaður. Það er enginn vafi á því að það yðri gífurlega erfitt að skilja Grealish eftir heima ef hann er 100% heill. Hvort sem það er enska landsliðið eða hvaða landslið í heiminum."

„Ég vorkenni honum með þessi meiðsli og þekki pressuna sem er á Gareth Southgate að velja lokahópinn. Þú vilt sem leikmaður vera að spila reglulega og spurning hvort Southgate taki sénsinn með standið á honum eða ákveði að það sé best að skilja Grealish eftir heima?"

„Þetta er erfið ákvörðun. Jack er nægilega góður og gæti skipt sköpum verði hann í hópum. Ég held að allir séu á sama máli með það,"
sagði Hodgson.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner