Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   sun 15. maí 2022 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Villarreal gæti misst af Evrópu
Villarreal komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Evrópudeildina í fyrra.
Villarreal komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Evrópudeildina í fyrra.
Mynd: EPA
Tekst Cadiz að bjarga sér?
Tekst Cadiz að bjarga sér?
Mynd: EPA

Það er ennþá spenna í spænsku deildinni bæði þegar kemur að fallbaráttu og baráttu um sæti í Sambandsdeildinni í haust.


Næstsíðasta umferð deildartímabilsins fór fram í dag og tapaði Villarreal mikilvægum heimaleik gegn Real Sociedad.

Villarreal þarf því sigur gegn sterku liði Barcelona í næstu umferð til að tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni í haust, annars á liðið í hættu á að missa sætið til Athletic Bilbao sem á einnig erfiðan útileik í lokaumferðinni - gegn Sevilla.

Öll önnur Evrópusæti hafa verið úthlutuð þar sem Sevilla og Atletico Madrid fara í Meistaradeildina á meðan Real Betis og Real Sociedad fara í Evrópudeildina.

Þá er ljóst að Levante fellur ásamt Alaves eftir innbyrðisviðureign liðanna.

Það er aðeins eitt fallsæti eftir og þrjú lið að berjast um að sleppa frá því: Cadiz, Mallorca og Granada. Elche er líka þarna en getur ekki fallið vegna góðs árangurs í innbyrðisviðureignum gegn fyrrnefndum liðum.

Cadiz náði mikilvægu stigi þegar liðið mætti Real Madrid í dag á meðan Mallorca vann heimaleik gegn Rayo Vallecano.

Villarreal 1 - 2 Real Sociedad

Atletico Madrid 1 - 1 Sevilla

Real Betis 2 - 0 Granada

Athletic Bilbao 2 - 0 Osasuna

Cadiz 1 - 1 Real Madrid

Mallorca 2 - 1 Rayo Vallecano

Getafe 0 - 0 Barcelona

Celta Vigo 1 - 0 Elche 

Levante 3 - 1 Alaves

ATH! Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 14 11 1 2 39 16 +23 34
2 Real Madrid 14 10 3 1 29 13 +16 33
3 Villarreal 14 10 2 2 29 13 +16 32
4 Atletico Madrid 14 9 4 1 27 11 +16 31
5 Betis 14 6 6 2 22 14 +8 24
6 Espanyol 14 7 3 4 18 16 +2 24
7 Getafe 14 6 2 6 13 15 -2 20
8 Athletic 14 6 2 6 14 17 -3 20
9 Real Sociedad 14 4 4 6 19 21 -2 16
10 Elche 14 3 7 4 15 17 -2 16
11 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
12 Celta 14 3 7 4 16 19 -3 16
13 Sevilla 14 5 1 8 19 23 -4 16
14 Alaves 14 4 3 7 12 15 -3 15
15 Mallorca 14 3 4 7 15 22 -7 13
16 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 14 2 6 6 13 26 -13 12
19 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
20 Oviedo 14 2 3 9 7 22 -15 9
Athugasemdir
banner