Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   mán 15. ágúst 2022 22:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Dagur Dan: Við ætlum að reyna taka þessa titla sem eru í boði
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks í leiknum í kvöld.
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Íslands og bikarmeisturum Víking þegar 17.umfeð Bestu deildar karla lauk núna í kvöld.

Breiðablik hafði fyrir umferðina 8 stiga forystu á Víkinga í 3.sæti deildarinnar og gátu með sigri slitið sig svolítið frá KA og Víking en stórmeistarajafntefli varð niðurstaðan á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já 1-1 en ég myndi segja að ég væri frekar svekktur. Við fáum auðvitað á okkur þetta rauða spjald sem breytir aðeins leiknum. Ég verð að horfa á þetta aftur en ég verð að vera ósammála honum þar en bara heilt yfir allt í lagi en við viljum auðvitað sigra." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Spennustigið er hátt hjá mönnum og auðvitað mikið undir og tvö góð lið að berjast þannig það er kannski skiljanlegt að það sé mikill hiti en kannski óvenju mikill hiti þegar það er bætt við níu mínútum við uppbótartímann í fyrri hálfleik og ég held það séu fjórir menn sem fara af vellinum meiddir eða hvort það eru þrír þannig svona full mikið fyrir minn smekk en fínt bara að láta aðeins finna fyrir sér." 

Stuðningsmenn Breiðablik voru vægast sagt ekki par hrifnir af mörgum ákvörðunum Jóhanns Inga dómara og gat Dagur Dan tekið undir það að einhverju leyti.

„Fínn dómari hann Jóhann Ingi og allt það en mér fannst hann bara frekar spjaldaglaður í leiknum. Ég var ósammála alveg nokkru sem hann gerði en auðvitað er hann bara að gera sitt besta og dómara gera auðvitað mistök líka."

Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson leikmann Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner