Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mán 15. ágúst 2022 22:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Dagur Dan: Við ætlum að reyna taka þessa titla sem eru í boði
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks í leiknum í kvöld.
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Íslands og bikarmeisturum Víking þegar 17.umfeð Bestu deildar karla lauk núna í kvöld.

Breiðablik hafði fyrir umferðina 8 stiga forystu á Víkinga í 3.sæti deildarinnar og gátu með sigri slitið sig svolítið frá KA og Víking en stórmeistarajafntefli varð niðurstaðan á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já 1-1 en ég myndi segja að ég væri frekar svekktur. Við fáum auðvitað á okkur þetta rauða spjald sem breytir aðeins leiknum. Ég verð að horfa á þetta aftur en ég verð að vera ósammála honum þar en bara heilt yfir allt í lagi en við viljum auðvitað sigra." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Spennustigið er hátt hjá mönnum og auðvitað mikið undir og tvö góð lið að berjast þannig það er kannski skiljanlegt að það sé mikill hiti en kannski óvenju mikill hiti þegar það er bætt við níu mínútum við uppbótartímann í fyrri hálfleik og ég held það séu fjórir menn sem fara af vellinum meiddir eða hvort það eru þrír þannig svona full mikið fyrir minn smekk en fínt bara að láta aðeins finna fyrir sér." 

Stuðningsmenn Breiðablik voru vægast sagt ekki par hrifnir af mörgum ákvörðunum Jóhanns Inga dómara og gat Dagur Dan tekið undir það að einhverju leyti.

„Fínn dómari hann Jóhann Ingi og allt það en mér fannst hann bara frekar spjaldaglaður í leiknum. Ég var ósammála alveg nokkru sem hann gerði en auðvitað er hann bara að gera sitt besta og dómara gera auðvitað mistök líka."

Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson leikmann Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner