Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   fim 15. nóvember 2018 23:01
Arnar Helgi Magnússon
Kári: Bannað að loka hornspyrnan fari á fyrsta mann
Icelandair
Kári í leiknum í kvöld.
Kári í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason lék 90 mínútur í hjarta íslensku varnarinnar í 2-0 tapi gegn Belgum í kvöld. Kári átti flottan leik og var valinn maður leiksins af Fótbolti.net

Kári segir að það séu margir hlutir sem að íslenska liðið geti tekið úr leiknum í kvöld.

„Að sjálfsögðu. Við erum að spila nýtt kerfi með fimm manna varnarlínu og við náðum að mestu leyti að stoppa þeirra færi algjörlega í fyrri hálfleik. Þeir skora síðan úr báðum sínum færum í seinni hálfleik."

„Engu að síðu eru þarna hlutir sem að við þurfum að laga og mega ekki koma fyrir aftur."

Íslenska liðið glímdi við mikil meiðslavandræði í aðdraganda leiksins en Alfreð Finnbogason gat ekki tekið þátt eftir að hafa meiðst í upphitun.

„Þetta voru engar frábærar að heyra að Alfreð dytti út. Mér fannst við bregðast vel við þessu, Arnór kemur inn með litlum fyrirvara og stendur sig vel."

Kári segist hafa liðið vel í þriggja manna hafsentalínu en þetta hafi þó verið í nánast fyrsta skipti sem hann spilaði það.

„Þetta var mjög þægilegt og þeir sköpuðu sér lítið af færum."

Þrátt fyrir dapurt gengi undanfarið er Kári bjartsýnn fyrir komandi leiki.

„Að sjálfsögðu. Þetta var auðvitað erfitt verkefni að spila við þessi lið og fá síðan Frakkland í æfingaleik. Það er búið að vera stígandi í þessu og mótherjarnir eru að skapa færri og færri færi. Við þurfum hinsvegar að vera beittari fram á við."

„Við þurfum bara að fara að nota þessi föstu leikatriði sem að við fáum. Loka hornspyrnan fer með jörðinni á fyrsta mann, þetta er bara bannað. Við verðum allavega að fá sénsinn á að skalla þetta inn, en svona hlutir gerast."
Athugasemdir
banner