Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   sun 16. maí 2021 22:07
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Verðum að bera virðingu fyrir þessari stigasöfnun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkjandi tap en svo sem ekkert meira en við áttum skilið. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var dapur, seinni hálfleikur var skárri og við vorum líklegri að ná inn marki en svo endar það þannig þegar þú sækir stíft að þá geturðu fengið mark í bakið og það gerðist, tvö stykki þannig. Þetta lítur kannski verr út en hvernig leikurinn þróaðist en fyrri hálfleikurinn var ekki góður," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, í viðtali eftir 3-0 tap gegn Víkingum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 Breiðablik

Óskar talar um lélegan fyrri háfleik, hvað var það sem fór úrskeiðis þar?

„Mér fannst vanta orku, mér fannst vanta grimmd, mér fannst vanta ákveðni og áræðni. Við töpuðum eiginlega öllum boltum á miðjunni og um leið við töpuðum honum á miðjunni þá ná þeir að splundra okkur. Við vorum í eltingaleik stórum hluta hálfleiksins en það lagaðist aðeins þegar við fórum úr þriggja manna vörn í fjögurra manna vörn. Það skipti í raun ekki máli hver leikaðferðin var, hver taktíkin var eða hvert uppleggið var, ef þú ert alltaf skrefinu á eftir þá er aldrei von á góðu og við vorum skrefinu á eftir í fyrri hálfleik."

Blikar eru aðeins með fjögur stig af 12 mögulegum eftir fyrstu fjóra leiki tímabilsins, þetta var kannski ekki byrjunin sem Blikar vonuðumst eftir?

„Nei auðvitað viljum við vinna alla leiki sem við tökum þátt í en hins vegar er það bara þannig að þú færð einhvern veginn það sem þú átt skilið. Við erum með fjögur stig og spilamennskan hefur verið þess eðlis, hún hefur ekki verið stöðug þannig að við verðum bara að bera virðingu fyrir þessari stigasöfnun og gera vonandi betur í framhaldinu."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner