Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
   sun 16. maí 2021 22:07
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Verðum að bera virðingu fyrir þessari stigasöfnun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkjandi tap en svo sem ekkert meira en við áttum skilið. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var dapur, seinni hálfleikur var skárri og við vorum líklegri að ná inn marki en svo endar það þannig þegar þú sækir stíft að þá geturðu fengið mark í bakið og það gerðist, tvö stykki þannig. Þetta lítur kannski verr út en hvernig leikurinn þróaðist en fyrri hálfleikurinn var ekki góður," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, í viðtali eftir 3-0 tap gegn Víkingum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 Breiðablik

Óskar talar um lélegan fyrri háfleik, hvað var það sem fór úrskeiðis þar?

„Mér fannst vanta orku, mér fannst vanta grimmd, mér fannst vanta ákveðni og áræðni. Við töpuðum eiginlega öllum boltum á miðjunni og um leið við töpuðum honum á miðjunni þá ná þeir að splundra okkur. Við vorum í eltingaleik stórum hluta hálfleiksins en það lagaðist aðeins þegar við fórum úr þriggja manna vörn í fjögurra manna vörn. Það skipti í raun ekki máli hver leikaðferðin var, hver taktíkin var eða hvert uppleggið var, ef þú ert alltaf skrefinu á eftir þá er aldrei von á góðu og við vorum skrefinu á eftir í fyrri hálfleik."

Blikar eru aðeins með fjögur stig af 12 mögulegum eftir fyrstu fjóra leiki tímabilsins, þetta var kannski ekki byrjunin sem Blikar vonuðumst eftir?

„Nei auðvitað viljum við vinna alla leiki sem við tökum þátt í en hins vegar er það bara þannig að þú færð einhvern veginn það sem þú átt skilið. Við erum með fjögur stig og spilamennskan hefur verið þess eðlis, hún hefur ekki verið stöðug þannig að við verðum bara að bera virðingu fyrir þessari stigasöfnun og gera vonandi betur í framhaldinu."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner