Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   sun 16. maí 2021 22:07
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Verðum að bera virðingu fyrir þessari stigasöfnun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkjandi tap en svo sem ekkert meira en við áttum skilið. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var dapur, seinni hálfleikur var skárri og við vorum líklegri að ná inn marki en svo endar það þannig þegar þú sækir stíft að þá geturðu fengið mark í bakið og það gerðist, tvö stykki þannig. Þetta lítur kannski verr út en hvernig leikurinn þróaðist en fyrri hálfleikurinn var ekki góður," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, í viðtali eftir 3-0 tap gegn Víkingum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 Breiðablik

Óskar talar um lélegan fyrri háfleik, hvað var það sem fór úrskeiðis þar?

„Mér fannst vanta orku, mér fannst vanta grimmd, mér fannst vanta ákveðni og áræðni. Við töpuðum eiginlega öllum boltum á miðjunni og um leið við töpuðum honum á miðjunni þá ná þeir að splundra okkur. Við vorum í eltingaleik stórum hluta hálfleiksins en það lagaðist aðeins þegar við fórum úr þriggja manna vörn í fjögurra manna vörn. Það skipti í raun ekki máli hver leikaðferðin var, hver taktíkin var eða hvert uppleggið var, ef þú ert alltaf skrefinu á eftir þá er aldrei von á góðu og við vorum skrefinu á eftir í fyrri hálfleik."

Blikar eru aðeins með fjögur stig af 12 mögulegum eftir fyrstu fjóra leiki tímabilsins, þetta var kannski ekki byrjunin sem Blikar vonuðumst eftir?

„Nei auðvitað viljum við vinna alla leiki sem við tökum þátt í en hins vegar er það bara þannig að þú færð einhvern veginn það sem þú átt skilið. Við erum með fjögur stig og spilamennskan hefur verið þess eðlis, hún hefur ekki verið stöðug þannig að við verðum bara að bera virðingu fyrir þessari stigasöfnun og gera vonandi betur í framhaldinu."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner