Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 16. júlí 2019 22:02
Þórhallur Valur Benónýsson
Jón Þórir: Fjölnir eru erfiðir heim að sækja
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram, var vonsvikinn að leikslokum eftir tap Fram fyrir Fjölni á Extra-vellinum fyrr í kvöld.

„Við lentum á móti góðu Fjölnisliði í dag, þetta er hörkulið og Ási er að búa til gott lið. Þeir misstu fullt af mönnum og hafa svo fengið góða viðbót. Þetta er gott lið og þeir eru erfiðir heim að sækja."

Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Fram

Jón segir stefnuna enn setta upp í Pepsi-deildina.

„Það geta ekki verið nema í mesta lagi fjögur stig á milli liða og við höldum bara áfram. Eins og ég hef sagt áður þá skiptir bara máli hversu mörg stig maður hefur í seinni hluta september. Við höldum bara áfram að safna stigum og sjáum svo hvar við stöndum þá."

Breiðablik sömdu við Gunnleif Gunnleifsson um árs framlenginu á samningnum sínum við þá en Ólafur Íshólm sem spilaði frábærlega með Fram fyrri part tímabils var á láni frá Blikum en kallaður aftur í Kópavoginn þegar það virtist á tímabili stefna í meiðsli hjá Gunnleifi. Jón sagði það koma í ljós í haust hvort þeir muni reyna að næla í Ólaf aftur.

„Hann er samningsbundinn Blikunum og Hlynur er kominn og stóð sig frábærlega í dag. Ég er ánægður með þá markmenn sem við höfum núna. Það er svo bara spurning um stöðu á samningum í haust, það er svo langt í það að maður hefur ekki hugmynd um hvað gerist."



Athugasemdir
banner
banner