Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 16. júlí 2019 22:02
Þórhallur Valur Benónýsson
Jón Þórir: Fjölnir eru erfiðir heim að sækja
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram, var vonsvikinn að leikslokum eftir tap Fram fyrir Fjölni á Extra-vellinum fyrr í kvöld.

„Við lentum á móti góðu Fjölnisliði í dag, þetta er hörkulið og Ási er að búa til gott lið. Þeir misstu fullt af mönnum og hafa svo fengið góða viðbót. Þetta er gott lið og þeir eru erfiðir heim að sækja."

Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Fram

Jón segir stefnuna enn setta upp í Pepsi-deildina.

„Það geta ekki verið nema í mesta lagi fjögur stig á milli liða og við höldum bara áfram. Eins og ég hef sagt áður þá skiptir bara máli hversu mörg stig maður hefur í seinni hluta september. Við höldum bara áfram að safna stigum og sjáum svo hvar við stöndum þá."

Breiðablik sömdu við Gunnleif Gunnleifsson um árs framlenginu á samningnum sínum við þá en Ólafur Íshólm sem spilaði frábærlega með Fram fyrri part tímabils var á láni frá Blikum en kallaður aftur í Kópavoginn þegar það virtist á tímabili stefna í meiðsli hjá Gunnleifi. Jón sagði það koma í ljós í haust hvort þeir muni reyna að næla í Ólaf aftur.

„Hann er samningsbundinn Blikunum og Hlynur er kominn og stóð sig frábærlega í dag. Ég er ánægður með þá markmenn sem við höfum núna. Það er svo bara spurning um stöðu á samningum í haust, það er svo langt í það að maður hefur ekki hugmynd um hvað gerist."



Athugasemdir
banner
banner