Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   þri 16. júlí 2019 22:02
Þórhallur Valur Benónýsson
Jón Þórir: Fjölnir eru erfiðir heim að sækja
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram, var vonsvikinn að leikslokum eftir tap Fram fyrir Fjölni á Extra-vellinum fyrr í kvöld.

„Við lentum á móti góðu Fjölnisliði í dag, þetta er hörkulið og Ási er að búa til gott lið. Þeir misstu fullt af mönnum og hafa svo fengið góða viðbót. Þetta er gott lið og þeir eru erfiðir heim að sækja."

Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Fram

Jón segir stefnuna enn setta upp í Pepsi-deildina.

„Það geta ekki verið nema í mesta lagi fjögur stig á milli liða og við höldum bara áfram. Eins og ég hef sagt áður þá skiptir bara máli hversu mörg stig maður hefur í seinni hluta september. Við höldum bara áfram að safna stigum og sjáum svo hvar við stöndum þá."

Breiðablik sömdu við Gunnleif Gunnleifsson um árs framlenginu á samningnum sínum við þá en Ólafur Íshólm sem spilaði frábærlega með Fram fyrri part tímabils var á láni frá Blikum en kallaður aftur í Kópavoginn þegar það virtist á tímabili stefna í meiðsli hjá Gunnleifi. Jón sagði það koma í ljós í haust hvort þeir muni reyna að næla í Ólaf aftur.

„Hann er samningsbundinn Blikunum og Hlynur er kominn og stóð sig frábærlega í dag. Ég er ánægður með þá markmenn sem við höfum núna. Það er svo bara spurning um stöðu á samningum í haust, það er svo langt í það að maður hefur ekki hugmynd um hvað gerist."



Athugasemdir
banner
banner