Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   þri 16. júlí 2019 22:02
Þórhallur Valur Benónýsson
Jón Þórir: Fjölnir eru erfiðir heim að sækja
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram, var vonsvikinn að leikslokum eftir tap Fram fyrir Fjölni á Extra-vellinum fyrr í kvöld.

„Við lentum á móti góðu Fjölnisliði í dag, þetta er hörkulið og Ási er að búa til gott lið. Þeir misstu fullt af mönnum og hafa svo fengið góða viðbót. Þetta er gott lið og þeir eru erfiðir heim að sækja."

Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Fram

Jón segir stefnuna enn setta upp í Pepsi-deildina.

„Það geta ekki verið nema í mesta lagi fjögur stig á milli liða og við höldum bara áfram. Eins og ég hef sagt áður þá skiptir bara máli hversu mörg stig maður hefur í seinni hluta september. Við höldum bara áfram að safna stigum og sjáum svo hvar við stöndum þá."

Breiðablik sömdu við Gunnleif Gunnleifsson um árs framlenginu á samningnum sínum við þá en Ólafur Íshólm sem spilaði frábærlega með Fram fyrri part tímabils var á láni frá Blikum en kallaður aftur í Kópavoginn þegar það virtist á tímabili stefna í meiðsli hjá Gunnleifi. Jón sagði það koma í ljós í haust hvort þeir muni reyna að næla í Ólaf aftur.

„Hann er samningsbundinn Blikunum og Hlynur er kominn og stóð sig frábærlega í dag. Ég er ánægður með þá markmenn sem við höfum núna. Það er svo bara spurning um stöðu á samningum í haust, það er svo langt í það að maður hefur ekki hugmynd um hvað gerist."



Athugasemdir
banner
banner
banner