Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum í síðari hálfleik - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 16. júlí 2019 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Sveinn Óli: Rosalega þungu fargi af okkur létt
Sveinn Óli Birgisson í leik með Magna
Sveinn Óli Birgisson í leik með Magna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sveinn Óli Birgisson, fyrirliði Magna á Grenivík, var gríðarlega ánægður með 3-0 sigur liðsins á Keflavík í kvöld en þetta var annar sigur liðsins á tímabilinu.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Magni

Magnamenn hafa ekki átt neitt sérstaklega góðu gengi að fagna þrátt fyrir að liðið sé taplaust á heimavelli í deildinni. Liðið hefur unnið einn leik heima og gert fjögur jafntefli.

Liðið tapaði vissulega heimaleiknum sínum gegn Keflavík en sá leikur fór fram í Boganum og því ekki spilaður í gryfjunni á Grenivík.

„Það er svosem ekki spurt að því alltaf hvernig þetta er sótt. Við erum þéttir loksins og búnir að fá ófáa skellina í sumar á útivöllum og alltaf talað um að reyna að þétta raðirnar og gera betur en það tókst í dag. Rosalega þungu fargi af okkur létt," sagði Sveinn Óli við Fótbolta.net

„Ég veit það ekki. Við erum að koma úr leik á móti Þór þar sem við þéttum raðirnar og gerðum vel en við erum búnir að liggja mikið yfir því hvað veldur. Þetta var líka svona síðasta sumar á útivöllum, unnum einn leik þá og viðurkennum að við höfum ekki haft nein svör."

„Bara mjög vel og stutt í næsta. Við erum taplausir heima og við þurfum að reyna að sækja punkta þar. Við erum vonandi komnir betur inn í pakkann og við tókum ekki nema sex stig í fyrri umferðinni í fyrra og erum komnir með sjö núna."

„Það væri ótrúlegt. Við fórum upp úr fallsæti einu sinni fyrir lokaleikinn í fyrra í 20 mínútur. Það er heima næst og áfram gakk, það er vinna 7 í fyrramálið en það er auðveldara að mæta núna með þrjú stig á bakinu,"
sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner