Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   þri 16. júlí 2019 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Sveinn Óli: Rosalega þungu fargi af okkur létt
Sveinn Óli Birgisson í leik með Magna
Sveinn Óli Birgisson í leik með Magna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sveinn Óli Birgisson, fyrirliði Magna á Grenivík, var gríðarlega ánægður með 3-0 sigur liðsins á Keflavík í kvöld en þetta var annar sigur liðsins á tímabilinu.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Magni

Magnamenn hafa ekki átt neitt sérstaklega góðu gengi að fagna þrátt fyrir að liðið sé taplaust á heimavelli í deildinni. Liðið hefur unnið einn leik heima og gert fjögur jafntefli.

Liðið tapaði vissulega heimaleiknum sínum gegn Keflavík en sá leikur fór fram í Boganum og því ekki spilaður í gryfjunni á Grenivík.

„Það er svosem ekki spurt að því alltaf hvernig þetta er sótt. Við erum þéttir loksins og búnir að fá ófáa skellina í sumar á útivöllum og alltaf talað um að reyna að þétta raðirnar og gera betur en það tókst í dag. Rosalega þungu fargi af okkur létt," sagði Sveinn Óli við Fótbolta.net

„Ég veit það ekki. Við erum að koma úr leik á móti Þór þar sem við þéttum raðirnar og gerðum vel en við erum búnir að liggja mikið yfir því hvað veldur. Þetta var líka svona síðasta sumar á útivöllum, unnum einn leik þá og viðurkennum að við höfum ekki haft nein svör."

„Bara mjög vel og stutt í næsta. Við erum taplausir heima og við þurfum að reyna að sækja punkta þar. Við erum vonandi komnir betur inn í pakkann og við tókum ekki nema sex stig í fyrri umferðinni í fyrra og erum komnir með sjö núna."

„Það væri ótrúlegt. Við fórum upp úr fallsæti einu sinni fyrir lokaleikinn í fyrra í 20 mínútur. Það er heima næst og áfram gakk, það er vinna 7 í fyrramálið en það er auðveldara að mæta núna með þrjú stig á bakinu,"
sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner