Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   þri 16. júlí 2024 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Mikill heiður að fara í íslensku treyjuna - „Upplifir ekki svona á öðrum stað"
Icelandair
Emilía í leiknum í kvöld.
Emilía í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Byrjaði í fyrsta sinn fyrir íslenska landsliðið.
Byrjaði í fyrsta sinn fyrir íslenska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Auðvitað er það alltaf heiður að spila fyrir Ísland og að byrja er enn meiri heiður," sagði Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, landsliðskona, eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í undankeppni EM 2025.

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

Emilía, sem valdi nýverið að spila frekar fyrir Ísland en Danmörku, var í kvöld að spila sinn annan landsleik og var hún að byrja í fyrsta sinn.

„Þetta hefur verið draumur frá því ég byrjaði að spila fótbolta. Ég er mjög kát með þetta."

„Þetta var alls ekki auðveldur leikur. Þetta er gott lið sem við erum að mæta. Ég er mjög glöð að fá þessi þrjú stig en við hefðum kannski átt að skora fleiri mörk."

Emilía sagði frammistöðu sína ágæta en segir jafnframt fullt sem hún getur bætt.

„Heilt yfir er ég ánægð og vonandi gat ég hjálpað liðinu í dag. Þetta var eitthvað nýtt sem æðislegt var að upplifa."

Emilía fékk tækifæri til að skora. „Ég er örugglega að fara að hugsa um þennan skalla mjög tmikið. Ég er spennt að komast aftur til Danmerkur til að æfa alla þessa hluti. Það er gaman að geta tekið svona hluti með heim og bætt þá vonandi fyrir næsta verkefni. Vonandi fer skotið inn næst."

Hún segir að verkefnið hafi verið magnað en liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi síðasta föstudag fyrir framan stóran hóp stuðningsmanna á Laugardalsvelli. „Maður upplifir ekki svona á öðrum stað en bara á Laugardalsvelli og á Íslandi," sagði Emelía um leikinn gegn Þýskalandi og stuðninginn.

„Það er mikill heiður að geta farið í íslensku treyjuna og spila fyrir þetta land."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner