Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   þri 16. júlí 2024 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Mikill heiður að fara í íslensku treyjuna - „Upplifir ekki svona á öðrum stað"
Icelandair
Emilía í leiknum í kvöld.
Emilía í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Byrjaði í fyrsta sinn fyrir íslenska landsliðið.
Byrjaði í fyrsta sinn fyrir íslenska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Auðvitað er það alltaf heiður að spila fyrir Ísland og að byrja er enn meiri heiður," sagði Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, landsliðskona, eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í undankeppni EM 2025.

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

Emilía, sem valdi nýverið að spila frekar fyrir Ísland en Danmörku, var í kvöld að spila sinn annan landsleik og var hún að byrja í fyrsta sinn.

„Þetta hefur verið draumur frá því ég byrjaði að spila fótbolta. Ég er mjög kát með þetta."

„Þetta var alls ekki auðveldur leikur. Þetta er gott lið sem við erum að mæta. Ég er mjög glöð að fá þessi þrjú stig en við hefðum kannski átt að skora fleiri mörk."

Emilía sagði frammistöðu sína ágæta en segir jafnframt fullt sem hún getur bætt.

„Heilt yfir er ég ánægð og vonandi gat ég hjálpað liðinu í dag. Þetta var eitthvað nýtt sem æðislegt var að upplifa."

Emilía fékk tækifæri til að skora. „Ég er örugglega að fara að hugsa um þennan skalla mjög tmikið. Ég er spennt að komast aftur til Danmerkur til að æfa alla þessa hluti. Það er gaman að geta tekið svona hluti með heim og bætt þá vonandi fyrir næsta verkefni. Vonandi fer skotið inn næst."

Hún segir að verkefnið hafi verið magnað en liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi síðasta föstudag fyrir framan stóran hóp stuðningsmanna á Laugardalsvelli. „Maður upplifir ekki svona á öðrum stað en bara á Laugardalsvelli og á Íslandi," sagði Emelía um leikinn gegn Þýskalandi og stuðninginn.

„Það er mikill heiður að geta farið í íslensku treyjuna og spila fyrir þetta land."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner