Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   þri 16. júlí 2024 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Mikill heiður að fara í íslensku treyjuna - „Upplifir ekki svona á öðrum stað"
Icelandair
Emilía í leiknum í kvöld.
Emilía í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Byrjaði í fyrsta sinn fyrir íslenska landsliðið.
Byrjaði í fyrsta sinn fyrir íslenska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Auðvitað er það alltaf heiður að spila fyrir Ísland og að byrja er enn meiri heiður," sagði Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, landsliðskona, eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í undankeppni EM 2025.

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

Emilía, sem valdi nýverið að spila frekar fyrir Ísland en Danmörku, var í kvöld að spila sinn annan landsleik og var hún að byrja í fyrsta sinn.

„Þetta hefur verið draumur frá því ég byrjaði að spila fótbolta. Ég er mjög kát með þetta."

„Þetta var alls ekki auðveldur leikur. Þetta er gott lið sem við erum að mæta. Ég er mjög glöð að fá þessi þrjú stig en við hefðum kannski átt að skora fleiri mörk."

Emilía sagði frammistöðu sína ágæta en segir jafnframt fullt sem hún getur bætt.

„Heilt yfir er ég ánægð og vonandi gat ég hjálpað liðinu í dag. Þetta var eitthvað nýtt sem æðislegt var að upplifa."

Emilía fékk tækifæri til að skora. „Ég er örugglega að fara að hugsa um þennan skalla mjög tmikið. Ég er spennt að komast aftur til Danmerkur til að æfa alla þessa hluti. Það er gaman að geta tekið svona hluti með heim og bætt þá vonandi fyrir næsta verkefni. Vonandi fer skotið inn næst."

Hún segir að verkefnið hafi verið magnað en liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi síðasta föstudag fyrir framan stóran hóp stuðningsmanna á Laugardalsvelli. „Maður upplifir ekki svona á öðrum stað en bara á Laugardalsvelli og á Íslandi," sagði Emelía um leikinn gegn Þýskalandi og stuðninginn.

„Það er mikill heiður að geta farið í íslensku treyjuna og spila fyrir þetta land."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner