Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
   þri 16. júlí 2024 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Mikill heiður að fara í íslensku treyjuna - „Upplifir ekki svona á öðrum stað"
Icelandair
Emilía í leiknum í kvöld.
Emilía í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Byrjaði í fyrsta sinn fyrir íslenska landsliðið.
Byrjaði í fyrsta sinn fyrir íslenska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Auðvitað er það alltaf heiður að spila fyrir Ísland og að byrja er enn meiri heiður," sagði Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, landsliðskona, eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í undankeppni EM 2025.

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

Emilía, sem valdi nýverið að spila frekar fyrir Ísland en Danmörku, var í kvöld að spila sinn annan landsleik og var hún að byrja í fyrsta sinn.

„Þetta hefur verið draumur frá því ég byrjaði að spila fótbolta. Ég er mjög kát með þetta."

„Þetta var alls ekki auðveldur leikur. Þetta er gott lið sem við erum að mæta. Ég er mjög glöð að fá þessi þrjú stig en við hefðum kannski átt að skora fleiri mörk."

Emilía sagði frammistöðu sína ágæta en segir jafnframt fullt sem hún getur bætt.

„Heilt yfir er ég ánægð og vonandi gat ég hjálpað liðinu í dag. Þetta var eitthvað nýtt sem æðislegt var að upplifa."

Emilía fékk tækifæri til að skora. „Ég er örugglega að fara að hugsa um þennan skalla mjög tmikið. Ég er spennt að komast aftur til Danmerkur til að æfa alla þessa hluti. Það er gaman að geta tekið svona hluti með heim og bætt þá vonandi fyrir næsta verkefni. Vonandi fer skotið inn næst."

Hún segir að verkefnið hafi verið magnað en liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi síðasta föstudag fyrir framan stóran hóp stuðningsmanna á Laugardalsvelli. „Maður upplifir ekki svona á öðrum stað en bara á Laugardalsvelli og á Íslandi," sagði Emelía um leikinn gegn Þýskalandi og stuðninginn.

„Það er mikill heiður að geta farið í íslensku treyjuna og spila fyrir þetta land."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir