Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 16. júlí 2024 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Mikill heiður að fara í íslensku treyjuna - „Upplifir ekki svona á öðrum stað"
Icelandair
Emilía í leiknum í kvöld.
Emilía í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Byrjaði í fyrsta sinn fyrir íslenska landsliðið.
Byrjaði í fyrsta sinn fyrir íslenska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Auðvitað er það alltaf heiður að spila fyrir Ísland og að byrja er enn meiri heiður," sagði Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, landsliðskona, eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í undankeppni EM 2025.

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

Emilía, sem valdi nýverið að spila frekar fyrir Ísland en Danmörku, var í kvöld að spila sinn annan landsleik og var hún að byrja í fyrsta sinn.

„Þetta hefur verið draumur frá því ég byrjaði að spila fótbolta. Ég er mjög kát með þetta."

„Þetta var alls ekki auðveldur leikur. Þetta er gott lið sem við erum að mæta. Ég er mjög glöð að fá þessi þrjú stig en við hefðum kannski átt að skora fleiri mörk."

Emilía sagði frammistöðu sína ágæta en segir jafnframt fullt sem hún getur bætt.

„Heilt yfir er ég ánægð og vonandi gat ég hjálpað liðinu í dag. Þetta var eitthvað nýtt sem æðislegt var að upplifa."

Emilía fékk tækifæri til að skora. „Ég er örugglega að fara að hugsa um þennan skalla mjög tmikið. Ég er spennt að komast aftur til Danmerkur til að æfa alla þessa hluti. Það er gaman að geta tekið svona hluti með heim og bætt þá vonandi fyrir næsta verkefni. Vonandi fer skotið inn næst."

Hún segir að verkefnið hafi verið magnað en liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi síðasta föstudag fyrir framan stóran hóp stuðningsmanna á Laugardalsvelli. „Maður upplifir ekki svona á öðrum stað en bara á Laugardalsvelli og á Íslandi," sagði Emelía um leikinn gegn Þýskalandi og stuðninginn.

„Það er mikill heiður að geta farið í íslensku treyjuna og spila fyrir þetta land."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner