Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   lau 16. október 2021 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Er líka dýrmæt reynsla þegar við horfum til baka
Jói Kalli á hliðarlínunni í dag.
Jói Kalli á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að við værum að mæta gríðarlega öflugu Víkingsliði," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 tap gegn Víkingum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Hann var sáttur með byrjunina á leiknum. „Mér fannst við byrja leikinn vel. Við ætluðum að keyra á þá snemma leiks og teygja á þeim. Mér fannst það heppnast ágætlega. Við fáum besta færið í fyrri hálfleik þegar Gísli Laxdal fær gott skallafæri. Ef við hefðum náð að setja 1-0, þá hefði leikurinn líklega þróast mjög öðruvísi. Því miður skora þeir fyrsta markið í fyrri hálfleik."

„Við förum vankaðir inn í hálfleikinn með markið sem þeir skora eftir horn. Það er heppni fyrir þá að skora rétt fyrir hálfleik."

Það eru tvær vikur síðan Pepsi Max-deildin kláraðist. Hvernig fannst Jóa Kalla undirbúningurinn ganga?

„Það er erfitt að vera með svona langan tíma svona seint. Við reyndum að halda mönnum á tánum. Við vorum ekkert að keyra of mikið á þá. Við vorum bara að reyna að halda mönnum ferskum. Undirbúningurinn gekk vel. Mér fannst menn tilbúnir að leggja á sig. Við vorum ógnandi á köflum en við vorum að spila á móti mjög góðu Víkingsliði."

Stuðningurinn við liðið var mjög góður og endaði ÍA tímabilið mjög vel. „Við þurfum líka að nýta okkur fyrri hluta tímabilsins sem voru vonbrigði. Það hefði verið auðvelt fyrir okkur að vorkenna sjálfum okkur og gefast upp snemma móts. Það er líka dýrmæt reynsla þegar við horfum til baka. Við gáfumst ekki upp."

Hægt er að horfa á allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner