Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   lau 16. október 2021 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Er líka dýrmæt reynsla þegar við horfum til baka
Jói Kalli á hliðarlínunni í dag.
Jói Kalli á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að við værum að mæta gríðarlega öflugu Víkingsliði," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 tap gegn Víkingum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Hann var sáttur með byrjunina á leiknum. „Mér fannst við byrja leikinn vel. Við ætluðum að keyra á þá snemma leiks og teygja á þeim. Mér fannst það heppnast ágætlega. Við fáum besta færið í fyrri hálfleik þegar Gísli Laxdal fær gott skallafæri. Ef við hefðum náð að setja 1-0, þá hefði leikurinn líklega þróast mjög öðruvísi. Því miður skora þeir fyrsta markið í fyrri hálfleik."

„Við förum vankaðir inn í hálfleikinn með markið sem þeir skora eftir horn. Það er heppni fyrir þá að skora rétt fyrir hálfleik."

Það eru tvær vikur síðan Pepsi Max-deildin kláraðist. Hvernig fannst Jóa Kalla undirbúningurinn ganga?

„Það er erfitt að vera með svona langan tíma svona seint. Við reyndum að halda mönnum á tánum. Við vorum ekkert að keyra of mikið á þá. Við vorum bara að reyna að halda mönnum ferskum. Undirbúningurinn gekk vel. Mér fannst menn tilbúnir að leggja á sig. Við vorum ógnandi á köflum en við vorum að spila á móti mjög góðu Víkingsliði."

Stuðningurinn við liðið var mjög góður og endaði ÍA tímabilið mjög vel. „Við þurfum líka að nýta okkur fyrri hluta tímabilsins sem voru vonbrigði. Það hefði verið auðvelt fyrir okkur að vorkenna sjálfum okkur og gefast upp snemma móts. Það er líka dýrmæt reynsla þegar við horfum til baka. Við gáfumst ekki upp."

Hægt er að horfa á allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner