Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 16. október 2021 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Er líka dýrmæt reynsla þegar við horfum til baka
Jói Kalli á hliðarlínunni í dag.
Jói Kalli á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að við værum að mæta gríðarlega öflugu Víkingsliði," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 tap gegn Víkingum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Hann var sáttur með byrjunina á leiknum. „Mér fannst við byrja leikinn vel. Við ætluðum að keyra á þá snemma leiks og teygja á þeim. Mér fannst það heppnast ágætlega. Við fáum besta færið í fyrri hálfleik þegar Gísli Laxdal fær gott skallafæri. Ef við hefðum náð að setja 1-0, þá hefði leikurinn líklega þróast mjög öðruvísi. Því miður skora þeir fyrsta markið í fyrri hálfleik."

„Við förum vankaðir inn í hálfleikinn með markið sem þeir skora eftir horn. Það er heppni fyrir þá að skora rétt fyrir hálfleik."

Það eru tvær vikur síðan Pepsi Max-deildin kláraðist. Hvernig fannst Jóa Kalla undirbúningurinn ganga?

„Það er erfitt að vera með svona langan tíma svona seint. Við reyndum að halda mönnum á tánum. Við vorum ekkert að keyra of mikið á þá. Við vorum bara að reyna að halda mönnum ferskum. Undirbúningurinn gekk vel. Mér fannst menn tilbúnir að leggja á sig. Við vorum ógnandi á köflum en við vorum að spila á móti mjög góðu Víkingsliði."

Stuðningurinn við liðið var mjög góður og endaði ÍA tímabilið mjög vel. „Við þurfum líka að nýta okkur fyrri hluta tímabilsins sem voru vonbrigði. Það hefði verið auðvelt fyrir okkur að vorkenna sjálfum okkur og gefast upp snemma móts. Það er líka dýrmæt reynsla þegar við horfum til baka. Við gáfumst ekki upp."

Hægt er að horfa á allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner