
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, sá margt jákvætt við leik liðsins í kvöld þrátt fyrir 3-1 tap gegn Slóvakíu í vináttuleik í Zilina.
Margir yngri og óreyndari leikmenn fengu tækifærið í kvöld og m.a. spiluðu hvorki Gylfi Þór Sigurðsson né Aron Einar Gunnarsson mínútu. Kári telur að leikurinn í kvöld sem og 4-2 tapið gegn Póllandi á dögunum hefðu farið öðruvísi ef sterkasta liðið hefði spilað þá báða.
Margir yngri og óreyndari leikmenn fengu tækifærið í kvöld og m.a. spiluðu hvorki Gylfi Þór Sigurðsson né Aron Einar Gunnarsson mínútu. Kári telur að leikurinn í kvöld sem og 4-2 tapið gegn Póllandi á dögunum hefðu farið öðruvísi ef sterkasta liðið hefði spilað þá báða.
„Mér fannst við spila ágætis bolta. Við vorum að skapa helling af færum og skorum gott mark og erum með stjórn á þessu. Svo sleppum við inn einu klaufalegu marki og þá snýst momentum-ið yfir til þeirra. Við hefðum léttilega getað verið 2,3, jafnvel 4-0 yfir á þeim tíma og þá hefði leikurinn bara verið grafinn," sagði Kári við Fótbolta.net.
„Ég er ekki alveg nógu ánægður með hvernig við brugðumst við eftir fyrsta markið, en það er hellingur af jákvæðum hliðum í þessu."
„Við vitum það allir að ef við hefðum spilað okkar sterkasta lið hefðum við jarðað báðar þessar þjóðir, en það er bara jákvætt að menn fengu séns til að sýna hvað þeir geta. Þeir setja þá spurningarmerki í huga Lars og Heimis og þeir þurfa að ákveða sig hverja þeir ætla að hafa með og hverja ekki."
Athugasemdir