Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 18. ágúst 2022 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Guðjóns: Dani vildi fá að taka þetta en mér finnst ég vera á undan í röðinni
Helgi Guðjónsson
Helgi Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson skoraði eitt og lagði upp annað í 5-3 sigri Víkinga á KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 KR

Víkingur leiddu í hálfleik 2-1 og komust svo tveimur mörkum yfir í þeim síðari en glutruðu niður forystunni. Víkingur kláraði síðan dæmið undir lok leiks.

„Ógeðslega sætt að ná að klára þetta. Sérstaklega eftir að við missum þetta niður og smá klaufar en geðveikt að ná að klára þetta."

„Þetta er misjafnt. Þetta er fullkomið fótboltaveður, í kringum 10-12 gráður og rigning, gerist ekki betra,"
sagði Helgi.

Víkingar fengu umdeilda vítaspyrnu á 85. mínútu og var það í verkahring Helga að taka vítið. Hann var ískaldur á punktinum og sendi Beiti í vitlaust horn. Danijel Dejan Djuric vildi fá að taka vítið en Helgi tók það ekki í mál.

„Bara að gera það sem ég geri alltaf og maður klárar. Það er ekkert flóknara en það. Dani vildi fá að taka þetta en mér finnst ég vera á undan í röðinni og maður á að taka þetta."

Helgi byrjaði á bekknum í dag en kom inná sem varamaður á 27. mínútu er Karl Friðleifur Gunnarsson meiddist. Hann lagði upp annað mark liðsins og skoraði svo auðvitað fjórða markið eins og hefur komið fram.

„Já og nei. Við erum með gríðarlega gott lið og það er alltaf einhver sem þarf að taka það á sig að byrja á bekknum. Fínt að koma ferskur inn og ná að gera eitthvað," sagði Helgi ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner