Stuðningsmenn tyrkneska félagsins Galatasaray kunna að meta fallegan fótbolta, hvort sem það sé komið frá þeirra liði eða einhverju öðru, eins og mátti sjá í leik liðsins gegn Gaziantep í gær.
Galatasaray var með þriggja marka forystu þegar lítið var eftir af leiknum.
Ekki benti til þess að gestirnir myndu ná að komast aftur inn í leikinn, en Furkan Soyalp gaf þó Gaziantep von með draumamarki frá miðju á 81. mínútu.
Soyalp fékk boltann á eigin vallarhelmingi, lagði boltann fyrir sig og hamraði honum yfir varnarlausan Fernando Muslera sem var kominn of framarlega í markinu.
Markið var í þeim klassa að meira segja stuðningsmenn Galatasaray stóðu upp og klöppuðu fyrir Soyalp. Gaziantep tókst ekki að komast til baka þrátt fyrir að hafa náð að stuða stórliðið með þessu laglega marki og urðu lokatölur 3-1. Markið má sjá hér fyrir neðan.
????? Furkan Soyalp'in orta sahadan kaydetti?i müthi? golpic.twitter.com/eVWHnaBTfl
— Medyascope Spor (@MedyascopeSpor) September 17, 2024
Athugasemdir