Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mið 18. október 2017 15:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Hallbera: Hef aldrei verið betri
Kvenaboltinn
Hallbera spilaði á Foam rúllu fyrir æfingu í dag
Hallbera spilaði á Foam rúllu fyrir æfingu í dag
Mynd: Anna Þonn
„Ég er ótrúlega spennt. Þetta eru náttúrulega tveir mjög mikilvægir leikir upp á framhaldið og það væri auðvitað bara gaman að fara með góð úrslit heim úr þessari ferð,“ sagði landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun. Framundan eru mikilvægir leikir gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins.

„Ég held að góð úrslit fyrir okkur væru 4 stig úr þessum leikjum. Það er erfitt að ætlast til að fá sigur úr báðum þessum leikjum en við förum í alla leiki til að vinna og sjáum hvað gerist.“

Ísland gjörsigraði Færeyjar 8-0 í fyrsta leik undankeppninnar. Hallbera lét mikið að sér kveða sóknarlega í þeim leik og lagði upp þrjú mörk úr vinstri bakvarðarstöðunni. Hún fær líklega ekki að vera jafn mikið með boltann á föstudag en ætlar að nýta þau tækifæri sem gefast.

„Á móti liði eins og Þýskalandi geri ég mér grein fyrir að þetta verður erfiðara. Það verða meiri hlaup og varnarleikur. En að sjálfsögðu veit ég að ég mun hafa tækifæri til að komast í mínar uppáhaldsstöður og þá er um að gera að nýta þær,“ sagði landsliðskonan sem er í sínu besta formi.

„Ég hef aldrei verið betri. Í fínu formi og kroppurinn í góðu standi.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Hallberu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner