Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   mið 18. október 2017 15:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Hallbera: Hef aldrei verið betri
Kvenaboltinn
Hallbera spilaði á Foam rúllu fyrir æfingu í dag
Hallbera spilaði á Foam rúllu fyrir æfingu í dag
Mynd: Anna Þonn
„Ég er ótrúlega spennt. Þetta eru náttúrulega tveir mjög mikilvægir leikir upp á framhaldið og það væri auðvitað bara gaman að fara með góð úrslit heim úr þessari ferð,“ sagði landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun. Framundan eru mikilvægir leikir gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins.

„Ég held að góð úrslit fyrir okkur væru 4 stig úr þessum leikjum. Það er erfitt að ætlast til að fá sigur úr báðum þessum leikjum en við förum í alla leiki til að vinna og sjáum hvað gerist.“

Ísland gjörsigraði Færeyjar 8-0 í fyrsta leik undankeppninnar. Hallbera lét mikið að sér kveða sóknarlega í þeim leik og lagði upp þrjú mörk úr vinstri bakvarðarstöðunni. Hún fær líklega ekki að vera jafn mikið með boltann á föstudag en ætlar að nýta þau tækifæri sem gefast.

„Á móti liði eins og Þýskalandi geri ég mér grein fyrir að þetta verður erfiðara. Það verða meiri hlaup og varnarleikur. En að sjálfsögðu veit ég að ég mun hafa tækifæri til að komast í mínar uppáhaldsstöður og þá er um að gera að nýta þær,“ sagði landsliðskonan sem er í sínu besta formi.

„Ég hef aldrei verið betri. Í fínu formi og kroppurinn í góðu standi.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Hallberu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir