Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 18. október 2020 17:25
Ívan Guðjón Baldursson
England: Ótrúleg endurkoma West Ham gegn Tottenham
Tottenham 3 - 3 West Ham
1-0 Son Heung-min ('1)
2-0 Harry Kane ('8)
3-0 Harry Kane ('16)
3-1 Fabian Balbuena ('82)
3-2 Davinson Sanchez ('85, sjálfsmark)
3-3 Manuel Lanzini ('94)

Tottenham byrjaði af krafti í Lundúnaslag gegn West Ham United í dag og skoraði Son Heung-min eftir tæpa mínútu. Hann fékk frábæra langa sendingu frá Harry Kane og gerði mjög vel að klára færið með marki.

Son endurlaunaði Kane greiðann með stoðsendingu skömmu síðar og tvöfaldaði landsliðsfyrirliðinn forystuna með mögnuðu marki þar sem hann klobbaði Declan Rice snyrtilega áður en hann kláraði.

Kane gerði svo þriðja markið með skalla eftir fyrirgjöf frá Sergio Reguillon og virtust heimamenn hafa gert út af við leikinn á fyrsta stundarfjórðungnum. Á 72. mínútu var Gareth Bale skipt inná og spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir Tottenham eftir rúmlega sjö ára fjarveru.

Hamrarnir gáfust þó ekki upp og eftir góðan síðari hálfleik náði Fabian Balbuena að minnka muninn með skalla eftir fyrirgjöf frá Aaron Cresswell.

Staðan orðin 3-1 á 82. mínútu en þremur mínútum síðar gerði Davinson Sanchez sjálfsmark með skrautlegum skalla og var því mikil spenna síðustu mínúturnar.

Á síðustu mínútum uppbótartímans tókst Manuel Lanzini að jafna með stórkostlegu skoti utan teigs sem fór í slánna og stöngina áður en boltinn endaði í netinu.

Mögnuð endurkoma frá West Ham og lokatölur 3-3. Tottenham er með átta stig eftir fimm umferðir. West Ham er með sjö.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner