Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mið 19. febrúar 2025 15:40
Elvar Geir Magnússon
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Víkinga í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Víkinga í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var sennilega besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið," sagði Sölvi Geir Ottesen léttur er hann ræddi við Fótbolta.net í Aþenu í dag. Var hann þá að ræða um Gylfa Þór Sigurðsson sem var keyptur til Víkings frá Val í gær.

„Ég er virkilega sáttur að þetta sé komið í gegn og að Gylfi sé okkar leikmaður er frábær viðbót við góðan hóp. Ég veit hversu öflugur hann er á æfingum og í hóp. Mér finnst hann passa vel inn í Víkingskúltúrinn og hann mun gera leikmenn betri."

Sölvi er mjög spenntur fyrir því að sjá Gylfa í Víkingstreyjunni. „Ég held að margir Víkingar séu spenntir að sjá hann í röndóttu treyjunni. Þetta er mjög spennandi og mikið gleðiefni fyrir fólk að sjá hann í treyjunni."

Staðan góð fyrir leikinn á morgun
Víkingar leika á morgun seinni leik sinn gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Víkingar eru með 2-1 forskot eftir fyrri leikinn sem fór fram í Helsinki.

Sölvi segir stöðuna góða á hópnum fyrir seinni leikinn.

„Það eru allir klárir nema Róbert og Atli sem eru heima," sagði Sölvi. „Svo er Pablo að skríða til baka. Hann er búinn að vera með á sendingaræfingum og er að koma sér í meiri fótbolta sem er frábært fyrir hann."

„Gunnar Vatnhamar er búinn að æfa vel. Það vantar aðeins upp á leikformið hjá honum. Niko og Kalli eru komnir til baka og þeir ættu að vera klárir sem duttu út úr leiknum síðast, Oliver (Ekroth) og Aron (Elís Þrándarson)."

Fáum við að sjá svipaða hugmyndafræði og í fyrri leiknum?

„Já, ég hugsa það. Ég hugsa að leikmyndin verði mjög svipuð og í fyrri leiknum. Við þurfum að standa saman og vera þéttir þegar við verjumst og nýta tækifærin þegar við fáum boltann. Við þurfum líka að halda áfram að vera sterkir í föstum leikatriðum," sagði Sölvi en leikurinn á morgun hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner