Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
banner
   mið 19. febrúar 2025 15:40
Elvar Geir Magnússon
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Víkinga í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Víkinga í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var sennilega besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið," sagði Sölvi Geir Ottesen léttur er hann ræddi við Fótbolta.net í Aþenu í dag. Var hann þá að ræða um Gylfa Þór Sigurðsson sem var keyptur til Víkings frá Val í gær.

„Ég er virkilega sáttur að þetta sé komið í gegn og að Gylfi sé okkar leikmaður er frábær viðbót við góðan hóp. Ég veit hversu öflugur hann er á æfingum og í hóp. Mér finnst hann passa vel inn í Víkingskúltúrinn og hann mun gera leikmenn betri."

Sölvi er mjög spenntur fyrir því að sjá Gylfa í Víkingstreyjunni. „Ég held að margir Víkingar séu spenntir að sjá hann í röndóttu treyjunni. Þetta er mjög spennandi og mikið gleðiefni fyrir fólk að sjá hann í treyjunni."

Staðan góð fyrir leikinn á morgun
Víkingar leika á morgun seinni leik sinn gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Víkingar eru með 2-1 forskot eftir fyrri leikinn sem fór fram í Helsinki.

Sölvi segir stöðuna góða á hópnum fyrir seinni leikinn.

„Það eru allir klárir nema Róbert og Atli sem eru heima," sagði Sölvi. „Svo er Pablo að skríða til baka. Hann er búinn að vera með á sendingaræfingum og er að koma sér í meiri fótbolta sem er frábært fyrir hann."

„Gunnar Vatnhamar er búinn að æfa vel. Það vantar aðeins upp á leikformið hjá honum. Niko og Kalli eru komnir til baka og þeir ættu að vera klárir sem duttu út úr leiknum síðast, Oliver (Ekroth) og Aron (Elís Þrándarson)."

Fáum við að sjá svipaða hugmyndafræði og í fyrri leiknum?

„Já, ég hugsa það. Ég hugsa að leikmyndin verði mjög svipuð og í fyrri leiknum. Við þurfum að standa saman og vera þéttir þegar við verjumst og nýta tækifærin þegar við fáum boltann. Við þurfum líka að halda áfram að vera sterkir í föstum leikatriðum," sagði Sölvi en leikurinn á morgun hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner