Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 19. maí 2019 18:44
Daníel Geir Moritz
Arnar Gunnlaugs: Mig langaði bara til að æla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig langaði bara til að æla,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, þegar hann var spurður út í jöfnunarmark ÍBV á lokasekúndunum í 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli í Pepsi Max deild karla.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Víkingur R.

Arnar var ekki sáttur við aðdragandan í jöfnunarmarki heimamanna. „Þetta var pjúra brot á Nikolaj. Hann hoppar upp á bakið á honum í aðdraganda marksins. Við hefðum átt að díla betur við þetta. Þetta er að koma of oft fyrir. Barnalegur varnarleikur. Þetta er bara fyrirgjöf og við erum einum fleiri. Sama og á móti FH. Þannig að þetta er fyrst og fremst svekkjandi. Strákarnir lögðu góðan kraft í þetta.“

Víkingur hefur þótt spila flottan bolta en því var ekki til að dreifa í dag. Arnar var ekki par hrifinn af vellinum. „Þetta lúkkar kannski rosalega vel í sjónvarpsvélunum en þetta er bara erfiður völlur. Hann er þungur. Þetta kemur niður á fótboltanum. Við vorum að reyna að spila og boltinn hoppaði í hnéhæð og þetta var ekki eins mikið flæði í leiknum eins og kannski oft hefur verið í sumar.“

Bæði lið áttu erfitt með að sýna gæði í leiknum að sögn Arnars og kom hann aftur að aðdraganda í marki heimamanna. „Kannski er ég að grenja of mikið með þetta brot þarna en þetta er samt svo ógeðslega pirrandi að þegar hann klifrar á bakið á honum og í staðinn fyrir að vera komnir með fína aukaspyrnu að þá bruna þeir í sókn og jafna.“

Viðtalið má sjá hér í heild en þar talar Arnar m.a. um það sem hann kallar barnalegan varnarleik Víkings og þá þrjá hluti sem þarf til að vera góður í fótbolta.
Athugasemdir
banner