Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   mán 19. júlí 2021 22:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toddi Örlygs: Ég ræði ekki um það við þig núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okker líður ekkert vel, þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Leiknir var bara betri og átti skilið sigur. Ég óska þeim til hamingju með það en við áttum mjög slakan dag í dag," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Stjarnan

„Það gekk voðalega lítið upp hjá okkur í fyrri hálfleik og við vorum strax að elta leikinn eftir að fá á okkur klaufalega mörk. Það hefur kannski verið okkar saga, oft erfitt að koma sér í gang eftir að lenda 2-0 undir. Við sýndum aðeins skárra andlit í seinni hálfleik og náðum betra spila án þess að ógna nógu mikið og fá nógu góð færi."

„Eins og ég sagði, þetta var ekki okkar dagur í dag, langt í frá og Leiknir bara betri aðilinn."


Stjörnumenn voru að koma frá Írlandi aðfaranótt föstudags eftir leik gegn Bohemians. Fannst Todda hans menn vera þreyttir?

„Ég held að það sé ekki afsökun í því, oft eftir Evróputörn fara lið eitthvað niður. Ég ætla ekki að segja neitt um það. Við vorum ekki nógu góðir í dag, það er bara ósköp einfalt."

Hvað þarftu að gera til að ná mönnum í allt annan gír fyri næsta leik?

„Við skulum sjá til, það er þriðjudagur á morgun og við skoðum það mál í fyrramálið. Ég ræði ekki um það við þig núna," sagði Toddi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner