Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 19. nóvember 2023 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Sverrir Ingi í baráttunni gegn Cristiano Ronaldo í kvöld
Sverrir Ingi í baráttunni gegn Cristiano Ronaldo í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason var nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í 2-0 tapinu gegn Portúgal í Lisbon í kvöld.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Sverrir spilaði stórkostlega í vörninni ásamt allri varnarlínunni þó úrslitin hafi gefið annað til kynna.

„Leiðinlegt að tapa en frammistaðan nokkuð góð. Menn lögðu allt í þetta og héldum þeim vel og lengi í skefjum. Frammistaða sem við getum byggt á og sérstaklega varnarlega, því við höfum verið að fá smá skelli á útivelli í síðustu leikjum, bæði í Lúxemborg og síðast í Slóvakíu,“ sagði Sverrir við Fótbolta.net.

Næsta á dagskrá er umspilið í mars en 98 prósent líkur eru á því að Ísland fari þangað. Tékkland þarf að ná í stig gegn Moldóvu á morgun og þá er ljóst að Ísland mun fara í umspilið þar sem undanúrslit og úrslit eru spiluð. Sigurvegarinn fer á Evrópumótið.

„Ef við hugsum fram í leikina í mars er margt sem er hægt að byggja á þessu og sérstaklega varnarlega. Mótherjarnir í mars verða ekki eins sterkir og Portúgal í dag. Það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu. Í þessum gluggum höfum við átt eina fína frammistöðu og eina ekki nógu góða, þannig við þurfum að setja saman tvo góða leiki í mars og ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót þá er helvíti góður séns. Við þurfum að taka það sem var jákvætt í þessu og byggja ofan á það í mars.“

Strákarnir vita vel hvað fór úrskeiðis í tapinu gegn Slóvakíu en að liðið hafi svarað vel fyrir sig í kvöld.

„Við vissum alveg hvað fór úrskeiðis þar. Við vitum allir að við getum gert betur og að tapa 4-1 eða 4-2 þar fannst mér of stór úrslit miðað við gang leiksins. Fáum á okkur mark úr föstu leikatriði og vítaspyrna er eins og það er. Frammistaðan í kvöld þar sem margir strákar voru að spila sína fyrstu leiki. Við erum að reyna að búa til eins sterkan hóp og við mögulega getum og margir sem spiluðu virkilega vel í dag. Rosalega mikilvægt fyrir okkur að geta stækkað hópinn og notað alla.“

„Þetta verða tveir erfiðir leikir í mars og við förum inn í það verkefna að reyna fara alla leið,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner